Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2025 13:28 Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár. Getty/Jens Büttner Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni. Ríkisútvarpið Raidió Teilifís Éireann (RTÉ) greindi frá þessu í tilkynningu á vefsíðu sinni upp úr hádegi í dag. „Á allsherjarþingi Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) í júlí gerði fjöldi EBU-meðlima athugasemd við þáttöku Ísraels í Eurovision,“ segir í tilkynningunni. Samtökum evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) er jafnframt þakkað fyrir víðtækt samráðsferli sem fór af stað í kjölfar fundarins og framlengingu á þeim möguleika að segja sig úr keppninni án refsingar til desember. Afstaða RTÉ sé að Írlandi muni ekki taka þátt í næstu keppni fari svo að Ísrael verði með. Lokaákvörðun um þátttöku Írlands verði tekin þegar EBU verður búið að taka ákvörðun um Ísrael. „RTÉ telur að þátttaka Írlands yrði óforsvaranleg í ljósi áframhaldandi og skelfilegs mannfalls í Gasa. RTÉ er einnig umhugað um markviss morð á blaðamönnum í Gasa, að alþjóðlegum blaðamönnum sé meinað aðgengi að svæðinu og bágum aðstæðum eftirlifandi gísla,“ segir einnig í tilkynningunni. Fyrir tveimur dögum tilkynnti Ríkisútvarpið að Ísland tæki þátt í Eurovision í Vínarborg á næsta ári, með þeim fyrirvara að niðurstaða samráðs innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um þátttöku Ísraels lægi fyrir. Slóvenar höfðu sent frá sér svipaða yfirlýsingu degi fyrr en þátttaka Ísraels hefur verið umdeild vegna átaka fyrir botni Miðjarðahafs. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri sjónvarps hjá RÚV, sagði í fyrradag að hann teldi afar ólíklegt að Ísland tækiþátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. Eurovision Eurovision 2026 Írland Ísrael Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Slóvenar senda þverflautuleikara í Eurovision Tinkara Kovač hefur þrisvar áður reynt að komast í keppnina. 11. mars 2014 18:00 Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ríkisútvarpið Raidió Teilifís Éireann (RTÉ) greindi frá þessu í tilkynningu á vefsíðu sinni upp úr hádegi í dag. „Á allsherjarþingi Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) í júlí gerði fjöldi EBU-meðlima athugasemd við þáttöku Ísraels í Eurovision,“ segir í tilkynningunni. Samtökum evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) er jafnframt þakkað fyrir víðtækt samráðsferli sem fór af stað í kjölfar fundarins og framlengingu á þeim möguleika að segja sig úr keppninni án refsingar til desember. Afstaða RTÉ sé að Írlandi muni ekki taka þátt í næstu keppni fari svo að Ísrael verði með. Lokaákvörðun um þátttöku Írlands verði tekin þegar EBU verður búið að taka ákvörðun um Ísrael. „RTÉ telur að þátttaka Írlands yrði óforsvaranleg í ljósi áframhaldandi og skelfilegs mannfalls í Gasa. RTÉ er einnig umhugað um markviss morð á blaðamönnum í Gasa, að alþjóðlegum blaðamönnum sé meinað aðgengi að svæðinu og bágum aðstæðum eftirlifandi gísla,“ segir einnig í tilkynningunni. Fyrir tveimur dögum tilkynnti Ríkisútvarpið að Ísland tæki þátt í Eurovision í Vínarborg á næsta ári, með þeim fyrirvara að niðurstaða samráðs innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um þátttöku Ísraels lægi fyrir. Slóvenar höfðu sent frá sér svipaða yfirlýsingu degi fyrr en þátttaka Ísraels hefur verið umdeild vegna átaka fyrir botni Miðjarðahafs. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri sjónvarps hjá RÚV, sagði í fyrradag að hann teldi afar ólíklegt að Ísland tækiþátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina.
Eurovision Eurovision 2026 Írland Ísrael Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Slóvenar senda þverflautuleikara í Eurovision Tinkara Kovač hefur þrisvar áður reynt að komast í keppnina. 11. mars 2014 18:00 Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Slóvenar senda þverflautuleikara í Eurovision Tinkara Kovač hefur þrisvar áður reynt að komast í keppnina. 11. mars 2014 18:00