Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 22:03 Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Vísir/Bjarni Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira