Viðskipti innlent

Kristín nýr fram­kvæmda­stjóri Eflu

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Friðgeirsdóttir.
Kristín Friðgeirsdóttir. EFLA

Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflu.

Í tilkynningu segir að Kristín hafi áratuga reynslu af stjórnunarstörfum og stjórnarsetu. 

„Hún var framkvæmdastjóri fjármála og stefnumótunar hjá Sýn frá 2021–2024 og hefur leitt fjölbreytt verkefni á sviði rekstrar, stefnumótunar og breytingastjórnunar. Kristín var stjórnarformaður Haga um árabil og sat m.a. í stjórn Controlant, Eikar, Kviku banka og TM.

Kristín er með doktorsgráðu í verkfræði frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Frá árinu 2002 hefur hún gegnt prófessorstöðum við London Business School. Kristín hefur einnig unnið með innlendum og erlendum fyrirtækjum við stefnumótun og ákvarðanatöku.

EFLA er þekkingarfyrirtæki og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns í sjö löndum. Höfuðstöðvar EFLU eru í Reykjavík en fyrirtækið hefur einnig öflugar svæðisskrifstofur í öllum landshlutum. Þá hefur EFLA dótturfyrirtæki í sex löndum utan Íslands: Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Póllandi, Frakklandi og Skotlandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×