Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2025 13:26 Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins óskar eftir því að stjórnvöld reiði fram það fjármagn sem þurfi til að halda starfseminni opinni allt árið um kring. Vísir/aðsend Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins. Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins.
Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35