Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 14:16 Jóna Árný Þórðardóttir segir von á nýjum búnaði til landsins í október. E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“ Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“
Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52