Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. september 2025 23:41 Lögregla ræddi við samkvæmisgesti. Vísir/Ívar Fannar Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira