Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 08:58 Fimmtán hundruð lögreglumenn voru ræstir út vegna mótmælanna. EPA Tuttugu og sex lögreglumenn voru særðir á 150 þúsund manna mótmælafundi gegn innflytjendum í miðborg Lundúna í gær, þar af fjórir alvarlega. Þá voru 25 mótmælendur handteknir vegna ofbeldisbrota á viðburðinum. Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar. Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar.
Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira