Vandræðalegt víti frá Messi Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:29 Lionel Messi fór illa með kjörið tækifæri til að koma Inter Miami yfir í gærkvöld. Getty/David Jensen Panenka-tilraun Lionels Messi á vítapunktinum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöld misheppnaðist gjörsamlega. Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira