Vandræðalegt víti frá Messi Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:29 Lionel Messi fór illa með kjörið tækifæri til að koma Inter Miami yfir í gærkvöld. Getty/David Jensen Panenka-tilraun Lionels Messi á vítapunktinum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöld misheppnaðist gjörsamlega. Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira