Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 14. september 2025 19:31 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir aðgerðina lið í að fyrirbyggja það að glæpasamtök skjóti hér rótum. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Mikið umstang í Auðbrekku Það var klukkan níu í gærkvöldi sem Hells Angels á Íslandi höfðu boðað til samkvæmis í Kópavogi, samkvæmis sem auglýst var með sérstöku plakati á ensku. Klukkutíma áður hóf lögreglan aðgerðir á vettvangi sem vöktu gríðarlega athygli sökum umstangs. Fjöldi grímuklæddra lögreglumanna auk sérsveitarmanna mætti á svæðið og var Skeljabrekku lokað. Leitað var á þeim sem sóttu samkvæmið auk þess sem dróni var nýttur til þess að vakta húsnæðið. Lögregla hefur í dag veitt afar takmarkaðar upplýsingar. Þremur sem handteknir voru hafi verið sleppt en lögregla vildi ekki veita upplýsingar um það hvers vegna þeir voru handteknir. Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við hafa borið sig aumlega og sagt um vinafund að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu voru um tuttugu manns í samkvæminu í gærkvöldi. Hells Angels samtökin eru á lista Europol yfir glæpasamtök og hafa íslensk lögregluyfirvöld um árabil lýst yfir miklum áhyggjum af starfsemi þeirra hér á landi og því að þau nái fótfestu í íslensku samfélagi allt frá því að þau gerðu fyrst vart um sig á landinu árið 2009. Aukin áhersla á forvirkar aðgerðir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir lögregluna leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum. Kæfa þá í fæðingu, eins og hún kemst að orði. „Íslenska lögreglan, rétt eins og í löndunum í kringum okkur, hefur verið að einblína mjög mikið á hópa og samtök sem eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Hells Angels eru það og það er ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki upplýsingar um meðlimi þessara samtaka hér á landi þá hefur það verið þannig að samtökin eins og önnur glæpasamtök hafa verið ábyrg fyrir mjög miklu af alvarlegum afbrotum. Þau hafa verið tengd við fíknefnasölu og átök á milli hópa,“ segir hún. Einstaklingar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með einhverjum hætti séu gerendur í töluvert stóru hlutfalli afbrota. „Það sem veldur fólki líka áhyggjum er að almenna mynstrið á Norðurlöndunum er að ýmis svona glæpasamtök eru að fá unga meðlimi, sem hafa kannski verið að brjóta af sér áður en þeir gengu til liðs við samtökin, en eftir að þeir eru orðnir hluti af samtökunum eykst brotahegðunin svo mikið,“ segir Margrét. „Eins og hefur komið fram, að kæfa starfsemina í fæðingu. Það hefur verið lögð mikil áhersla á að fara í auknar forvirkar aðgerðir í stað þess að vera að bregðast við afbrotum þegar þau koma upp. Ég myndi ætla að þetta sé liður í því,“ segir hún. Forvirk aðgerð eða brot á friðhelgi einkalífsins Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á gleðskapnum í gær sögðu hins vegar ekkert tilefni til slíks viðbúnaðar og sögðu hann sóun á peningi skattgreiðenda. „Þetta er áskorun sem lögreglan stendur frammi fyrir. Annars vegar að vernda borgarana fyrir afbrotum og svo hins vegar að virða réttindi borgaranna, í þessu tilfelli til þess að koma saman og hittast. Væntanlega hefur lögreglan einhverjar upplýsingar, sem ég hef ekki aðgang að, sem gerir það að verkum að þeir hafi talið þetta mikilvæga aðgerð,“ segir Margrét. Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Mikið umstang í Auðbrekku Það var klukkan níu í gærkvöldi sem Hells Angels á Íslandi höfðu boðað til samkvæmis í Kópavogi, samkvæmis sem auglýst var með sérstöku plakati á ensku. Klukkutíma áður hóf lögreglan aðgerðir á vettvangi sem vöktu gríðarlega athygli sökum umstangs. Fjöldi grímuklæddra lögreglumanna auk sérsveitarmanna mætti á svæðið og var Skeljabrekku lokað. Leitað var á þeim sem sóttu samkvæmið auk þess sem dróni var nýttur til þess að vakta húsnæðið. Lögregla hefur í dag veitt afar takmarkaðar upplýsingar. Þremur sem handteknir voru hafi verið sleppt en lögregla vildi ekki veita upplýsingar um það hvers vegna þeir voru handteknir. Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við hafa borið sig aumlega og sagt um vinafund að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu voru um tuttugu manns í samkvæminu í gærkvöldi. Hells Angels samtökin eru á lista Europol yfir glæpasamtök og hafa íslensk lögregluyfirvöld um árabil lýst yfir miklum áhyggjum af starfsemi þeirra hér á landi og því að þau nái fótfestu í íslensku samfélagi allt frá því að þau gerðu fyrst vart um sig á landinu árið 2009. Aukin áhersla á forvirkar aðgerðir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir lögregluna leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum. Kæfa þá í fæðingu, eins og hún kemst að orði. „Íslenska lögreglan, rétt eins og í löndunum í kringum okkur, hefur verið að einblína mjög mikið á hópa og samtök sem eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Hells Angels eru það og það er ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki upplýsingar um meðlimi þessara samtaka hér á landi þá hefur það verið þannig að samtökin eins og önnur glæpasamtök hafa verið ábyrg fyrir mjög miklu af alvarlegum afbrotum. Þau hafa verið tengd við fíknefnasölu og átök á milli hópa,“ segir hún. Einstaklingar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með einhverjum hætti séu gerendur í töluvert stóru hlutfalli afbrota. „Það sem veldur fólki líka áhyggjum er að almenna mynstrið á Norðurlöndunum er að ýmis svona glæpasamtök eru að fá unga meðlimi, sem hafa kannski verið að brjóta af sér áður en þeir gengu til liðs við samtökin, en eftir að þeir eru orðnir hluti af samtökunum eykst brotahegðunin svo mikið,“ segir Margrét. „Eins og hefur komið fram, að kæfa starfsemina í fæðingu. Það hefur verið lögð mikil áhersla á að fara í auknar forvirkar aðgerðir í stað þess að vera að bregðast við afbrotum þegar þau koma upp. Ég myndi ætla að þetta sé liður í því,“ segir hún. Forvirk aðgerð eða brot á friðhelgi einkalífsins Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á gleðskapnum í gær sögðu hins vegar ekkert tilefni til slíks viðbúnaðar og sögðu hann sóun á peningi skattgreiðenda. „Þetta er áskorun sem lögreglan stendur frammi fyrir. Annars vegar að vernda borgarana fyrir afbrotum og svo hins vegar að virða réttindi borgaranna, í þessu tilfelli til þess að koma saman og hittast. Væntanlega hefur lögreglan einhverjar upplýsingar, sem ég hef ekki aðgang að, sem gerir það að verkum að þeir hafi talið þetta mikilvæga aðgerð,“ segir Margrét.
Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira