Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2025 13:00 Konni fær fólk til að sigrast á óttanum. Um árabil hefur æska þjóðarinnar stundað það að stökkva út í sjó á heitum sumardögum. Nýlega tók Konni Gotta sportið á næsta stig og rekur fyrirtækið Hoppland á Akranesi þar sem gestir geta stokkið fram af pöllum í mikilli hæð. Hópur barna æfir dýfingar hjá honum og er á leið til Noregs að æfa með atvinnumönnum. Bjarki Sigurðsson skellti sér upp á Skaga í Íslandi í dag í síðustu viku. Í sjávarplássum um land allt er það vinsæl iðja á sumrin að kíkja niður að höfninni og stökkva þaðan út í sjó. Stökkvarar eru aðallega börn og þegar það er orðið leiðinlegt að hoppa af bryggjunni er stolist um borð í báta sem liggja að bryggjunni og stokkið úr þeim. Þegar það er svo ekki lengur spennandi er stokkið úr stærri skipum og þannig hefur þetta gengið svo árum skiptir. Einn þeirra sem ólst upp við þetta er hinn 34 ára gamli Konráð Gunnar Gottliebsson, betur þekktur sem Konni Gotta. Hann hefur alla sína ævi verið mikill jaðaríþróttamaður og þar sem hæsta stökkbrettið á landinu er þrír metrar, þá ákvað hann að búa til aðstöðu fyrir þetta æskusport. „Við gerðum aðstöðu í Reykjavík og byggðum nokkra stökkpalla. Það endaði þannig að við gátum ekki verið þar lengur og færðum okkur upp á Skaga þar sem við fengum þessa fínu bryggju þar sem við erum búin að setja upp palla og trampólín,“ segir Konni. Með þessu varð fyrirtækið Hoppland til og hefur Konni flakkað um land allt með pallana og boðið fólki upp á að hoppa út í sjó á hinum ýmsu hátíðum. Heimavöllurinn er þó Akranes þar sem einstaklingar eða hópar koma reglulega til að prófa sig áfram í sportinu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að sigra eigin haus og fólk kemur hingað og nær að komast yfir þessa hæð og finnst það getað sigrað heiminn eftir á,“ segir Konni en hægt er að sjá innslagið í heild sinni þar sem Bjarki fékk sjálfur að prófa að stökkva. Ísland í dag Akranes Sjósund Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Hópur barna æfir dýfingar hjá honum og er á leið til Noregs að æfa með atvinnumönnum. Bjarki Sigurðsson skellti sér upp á Skaga í Íslandi í dag í síðustu viku. Í sjávarplássum um land allt er það vinsæl iðja á sumrin að kíkja niður að höfninni og stökkva þaðan út í sjó. Stökkvarar eru aðallega börn og þegar það er orðið leiðinlegt að hoppa af bryggjunni er stolist um borð í báta sem liggja að bryggjunni og stokkið úr þeim. Þegar það er svo ekki lengur spennandi er stokkið úr stærri skipum og þannig hefur þetta gengið svo árum skiptir. Einn þeirra sem ólst upp við þetta er hinn 34 ára gamli Konráð Gunnar Gottliebsson, betur þekktur sem Konni Gotta. Hann hefur alla sína ævi verið mikill jaðaríþróttamaður og þar sem hæsta stökkbrettið á landinu er þrír metrar, þá ákvað hann að búa til aðstöðu fyrir þetta æskusport. „Við gerðum aðstöðu í Reykjavík og byggðum nokkra stökkpalla. Það endaði þannig að við gátum ekki verið þar lengur og færðum okkur upp á Skaga þar sem við fengum þessa fínu bryggju þar sem við erum búin að setja upp palla og trampólín,“ segir Konni. Með þessu varð fyrirtækið Hoppland til og hefur Konni flakkað um land allt með pallana og boðið fólki upp á að hoppa út í sjó á hinum ýmsu hátíðum. Heimavöllurinn er þó Akranes þar sem einstaklingar eða hópar koma reglulega til að prófa sig áfram í sportinu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að sigra eigin haus og fólk kemur hingað og nær að komast yfir þessa hæð og finnst það getað sigrað heiminn eftir á,“ segir Konni en hægt er að sjá innslagið í heild sinni þar sem Bjarki fékk sjálfur að prófa að stökkva.
Ísland í dag Akranes Sjósund Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira