Innlent

Eldur í geymslu í blokk á Sel­fossi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Varðstjóri segir slökkvilið á leið á vettvang.
Varðstjóri segir slökkvilið á leið á vettvang. Vísir/Vilhelm

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. 

„Það var eldur í geymslu í fjölbýlishúsi en það er verið að vinna í reykreystingu,“ segir Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkvistjóri í samtali við fréttastofu.

Hann segir útkallið hafa borist um tuttugu mínútur í tíu og að slökkviliðsmenn, lögregla og sjúkrabíll hafi verið kölluð til í kjölfarið. Hann sagði upptök ekki liggja fyrir og að enginn hafi verið fluttur á sjúkrahús. Reykur hafi borist í eina íbúð fjölbýlishússins og slökkviliðsmenn vinni að reykræstingu þar líka.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×