Sport

Emil leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Emil í leik með Fylki gegn sínu gamla félagi, KR.
Emil í leik með Fylki gegn sínu gamla félagi, KR. vísir/diego

Knattspyrnukappinn Emil Ásmundsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins þrítugur að aldri.

Emil hóf feril sinn hjá Fylki og lauk honum þar sömuleiðis. Hann náði að spila 189 leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skoraði í þeim leikjum 26 mörk. Þrjú þeirra komu á lokatímabili hans í sumar.

Emil var aðeins 17 ára er hann fékk tækifæri með meistaraflokki Fylkis. Þaðan lá leiðin til Brighton áður en hann kom aftur heim.

Hann reyndi fyrir sér hjá KR árið 2020 en meiðsli léku hann grátt þar og Emil náði aðeins að spila tvo leiki í efstu deild með KR.

Þá fór hann aftur heim í Lautina þar sem hann hefur spilað síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×