Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 14:13 Stjörnumenn komu sér af fullum þunga í titilbaráttuna með sigri gegn Val í síðustu umferð fyrir skiptingu Bestu deildarinnar. Sekt upp á 150 þúsund skyggir tæplega á gleðina yfir því. vísir/Anton Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur nú staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar þess efnis að knattspyrnudeild Stjörnunnar skuli greiða 150.000 krónur í sekt fyrir að hafa fyllt út leikskýrslu með röngum hætti. KA kærði Stjörnuna eftir leik liðanna á Samsungvellinum í Garðabæ þann 31. ágúst, í Bestu deild karla, vegna meintra leikskýrslubrellna Stjörnumanna. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA fór mikinn í viðtölum eftir leikinn, og hraunaði yfir slæma gestrisni Garðbæinga, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði: „Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur.“ Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur— saevar petursson (@saevarp) August 31, 2025 Stjörnumenn þvertóku hins vegar fyrir að hafa vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út, eða skilað of seint inn á vef KSÍ. Ljóst er að þeir brutu að þessu sinni reglur með því að fylla ranglega út upplýsingar um aðstoðarþjálfara í leiknum við KA. Ekki kemur skýrt fram í dómi Áfrýjunardómstóls hvort eða hve mikið það að skila skýrslu seint hafi haft áhrif á sektina. Mælst er til þess í leikjahandbók KSÍ að lið skili inn réttri leikskýrslu að minnsta kosti klukkutíma fyrir hvern leik, og hún birtist svo klukkutíma fyrir leik á vef KSÍ. Hún skal svo afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Fyrri dæmi eru um það að rangt útfyllt skýrsla frá Stjörnunni birtist á vefnum sem er svo leiðrétt áður en dómarinn fær hana, og hafa Stjörnumenn verið gagnrýndir fyrir þetta. KA-menn fóru fram á að Stjörnunni yrði dæmt 3-0 tap og að þjálfari eða forráðamaður félagsins yrði látinn sæta viðurlögum en þeim kröfum hefur nú verið hafnað á báðum dómstigum KSÍ. Niðurstaðan er sem fyrr segir 150 þúsund króna sekt. Dóm Áfrýjunardómstóls KSÍ má lesa hér. Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
KA kærði Stjörnuna eftir leik liðanna á Samsungvellinum í Garðabæ þann 31. ágúst, í Bestu deild karla, vegna meintra leikskýrslubrellna Stjörnumanna. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA fór mikinn í viðtölum eftir leikinn, og hraunaði yfir slæma gestrisni Garðbæinga, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði: „Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur.“ Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur— saevar petursson (@saevarp) August 31, 2025 Stjörnumenn þvertóku hins vegar fyrir að hafa vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út, eða skilað of seint inn á vef KSÍ. Ljóst er að þeir brutu að þessu sinni reglur með því að fylla ranglega út upplýsingar um aðstoðarþjálfara í leiknum við KA. Ekki kemur skýrt fram í dómi Áfrýjunardómstóls hvort eða hve mikið það að skila skýrslu seint hafi haft áhrif á sektina. Mælst er til þess í leikjahandbók KSÍ að lið skili inn réttri leikskýrslu að minnsta kosti klukkutíma fyrir hvern leik, og hún birtist svo klukkutíma fyrir leik á vef KSÍ. Hún skal svo afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Fyrri dæmi eru um það að rangt útfyllt skýrsla frá Stjörnunni birtist á vefnum sem er svo leiðrétt áður en dómarinn fær hana, og hafa Stjörnumenn verið gagnrýndir fyrir þetta. KA-menn fóru fram á að Stjörnunni yrði dæmt 3-0 tap og að þjálfari eða forráðamaður félagsins yrði látinn sæta viðurlögum en þeim kröfum hefur nú verið hafnað á báðum dómstigum KSÍ. Niðurstaðan er sem fyrr segir 150 þúsund króna sekt. Dóm Áfrýjunardómstóls KSÍ má lesa hér. Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.
Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira