Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2025 11:32 Borgaryfirvöld töluðu mikið um það á sínum tíma að reynt yrði að finna laus á málum við Álfabakka þannig að allir yrðu sáttir. Íbúar segjast lítið hafa heyrt síðan. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kjötvinnsla í vöruhúsinu að Álfabakka 2a skuli ekki háð umhverfismati. Íbúinn krafðist þess að ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá 8. maí síðastliðnum, yrði felld úr gildi og að mælt yrði fyrir því að framkvæma skyldi mat á umhverfisáhrifum kjötvinnslunnar. Þá krafðist hann þess að útgefin framkvæmda- og byggingarleyfi yrðu afturkölluð þar til niðurstaða umhverfismats lægi fyrir. Tvær aðrar kærur voru sameinaðar umræddri kæru, þar sem um sömu ákvörðun var að ræða. Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar var fjallað um umhverfisáhrif kjötvinnslunnar, þar sem tekið var til eðli, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. „Það var niðurstaða stofnunarinnar að á grundvelli fyrirliggjandi gagna væri fyrirhuguð framkvæmd ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind væru í 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Fallast á að áhrifin verði óveruleg Kærandi sagði ákvörðun Skipulagsstofnunar hins vegar byggja á ófullnægjandi forsendum. Félagsleg áhrif hefðu ekki verið tekin til skoðunar og ekki haft samráð við nágranna. Þá hefði ekki verið lagt fram frummat á losun efna, lyktaráhrifum, hljóðstigi í vinnsluferlum né áhrifum af og á umferð. Skipulagsstofnun hefði gefið „óstaðfestum yfirlýsingum framkvæmdaraðila“ meira vægi en hagsmunum og vernd nágrennis. „Byggingarfulltrúi hafi viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við útgáfu byggingarleyfisins þar sem ákvörðun um matsskyldu hafi ekki legið fyrir áður en leyfið hafi verið veitt. Um sé að ræða iðnaðarstarfsemi sem verið sé að staðsetja í þéttbýli, en slíkt sé óviðeigandi,“ segir um málsástæður kæranda. Skipulagsstofnun hafnar málsrökum kæranda og í athugasemdum framkvæmdaraðila segir meðal annars að umferð til og frá kjötvinnslunni verði lítil, hljóðspor lágmarkað með steyptum veggjum og lyktarmengun verði engin. Allur lífrænn úrgangur verði geymdur í kældu rými innanhúss. Þá er bent á að núverandi staðsetning kjötvinnslunnar sé í miðri íbúabyggð og hafi verið í 30 ár. Úrskurðarnefndin byggir niðurstöðu sína um að hafna kröfu kæranda með vísan til röksemdafærslu Skipulagsstofnunar um að áhrifin af kjötvinnslunni verði óveruleg. Þar er hins vegar einnig ítrekuð sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að innkeyrsla að vesturenda vöruhússins þveri umferð á göngu- og hjólastígum og að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Íbúinn krafðist þess að ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá 8. maí síðastliðnum, yrði felld úr gildi og að mælt yrði fyrir því að framkvæma skyldi mat á umhverfisáhrifum kjötvinnslunnar. Þá krafðist hann þess að útgefin framkvæmda- og byggingarleyfi yrðu afturkölluð þar til niðurstaða umhverfismats lægi fyrir. Tvær aðrar kærur voru sameinaðar umræddri kæru, þar sem um sömu ákvörðun var að ræða. Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar var fjallað um umhverfisáhrif kjötvinnslunnar, þar sem tekið var til eðli, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. „Það var niðurstaða stofnunarinnar að á grundvelli fyrirliggjandi gagna væri fyrirhuguð framkvæmd ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind væru í 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Fallast á að áhrifin verði óveruleg Kærandi sagði ákvörðun Skipulagsstofnunar hins vegar byggja á ófullnægjandi forsendum. Félagsleg áhrif hefðu ekki verið tekin til skoðunar og ekki haft samráð við nágranna. Þá hefði ekki verið lagt fram frummat á losun efna, lyktaráhrifum, hljóðstigi í vinnsluferlum né áhrifum af og á umferð. Skipulagsstofnun hefði gefið „óstaðfestum yfirlýsingum framkvæmdaraðila“ meira vægi en hagsmunum og vernd nágrennis. „Byggingarfulltrúi hafi viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við útgáfu byggingarleyfisins þar sem ákvörðun um matsskyldu hafi ekki legið fyrir áður en leyfið hafi verið veitt. Um sé að ræða iðnaðarstarfsemi sem verið sé að staðsetja í þéttbýli, en slíkt sé óviðeigandi,“ segir um málsástæður kæranda. Skipulagsstofnun hafnar málsrökum kæranda og í athugasemdum framkvæmdaraðila segir meðal annars að umferð til og frá kjötvinnslunni verði lítil, hljóðspor lágmarkað með steyptum veggjum og lyktarmengun verði engin. Allur lífrænn úrgangur verði geymdur í kældu rými innanhúss. Þá er bent á að núverandi staðsetning kjötvinnslunnar sé í miðri íbúabyggð og hafi verið í 30 ár. Úrskurðarnefndin byggir niðurstöðu sína um að hafna kröfu kæranda með vísan til röksemdafærslu Skipulagsstofnunar um að áhrifin af kjötvinnslunni verði óveruleg. Þar er hins vegar einnig ítrekuð sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að innkeyrsla að vesturenda vöruhússins þveri umferð á göngu- og hjólastígum og að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa.
Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent