Innlent

Grunaður um að fara inn á heimili fjöl­skyldu og brjóta þar á barni

Agnar Már Másson skrifar
Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði. Mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði. Mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var handtekinn um helgina vegna gruns um að fara inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og brjóta þar á barni. Manninum hefur verið sleppt úr haldi.

Rúv greinir frá þessu en þar segir að barnið sé á grunnskólaaldri og að atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags, 14. september. Miðillinn fer ekki nánar út í hvernig brotið hafi verið á barninu.

Hinum grunaða var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær, skrifar ríkismiðillinn, sem hefur eftir heimildum sínum að tengsl séu á milli foreldra barnsins og mannsins þótt þau séu ekki tengd fjölskylduböndum.

Farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og dómari við Héraðsdóm Reykjaness fallist á stutt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Nokkurrar óánægju gæti meðal lögreglumanna yfir að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Blaðamaður náði ekki í lögreglufulltrúa kynferðisbrotadeildar vegna málsins.


Tengdar fréttir

Geti reynst ógn við öryggi allra barna

Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×