Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:21 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur stimplað sig inn í stórt hlutverk hjá Angel City eftir komuna til liðsins í sumar, að loknu Evrópumótinu í Sviss. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var að vanda aðsópsmikil í sóknarleik Angel City í nótt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Washington Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vel vakandi og á tánum, öfugt við það þegar hún fer í bíó. Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Skalli Alberts eftir frábæra fyrirgjöf Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Skalli Alberts eftir frábæra fyrirgjöf Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira