Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 07:50 Forsætisráðherra Eistlands segir viðbragð NATO ríkjanna verða að vera samhæft og sterkt. Vísir/EPA Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi. Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi.
Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09
NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56