„Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 12:03 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira