Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2025 20:04 Plokkara vinkonurnar á Selfossi með viðurkenningarskjalið sitt. Frá vinstri, Ágústa, Sigrún, Gunndís og Katrín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira