„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 07:03 Guðjón Ingi Sigurðsson fékk góðan stuðning frá fjölskyldunni í Heiðmörk. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira