Veður

Vaxandi vindur þegar líður á daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til þrettán stig.
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til þrettán stig. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt og smávætu í fyrstu, en síðan úrkomulítið.

Á vef Veðurstofunnar segir að það létti smám saman til á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt vestanlands seinnipartinn í dag, víða strekkingur þar í kvöld.

Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig.

„Á morgun og á miðvikudag er spáð stífri sunnan- og suðaustanátt, með vætusömu veðri. Á norðaustanverðu landinu verður hins vegar lengst af þurrt og bjart með köflum. Fremur hlýtt, einkum norðan heiða,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og rigning eða súld, en hægari og þurrt að kalla um norðaustanvert landið. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast norðan heiða.

Á miðvikudag: Sunnan 5-13 og rigning, en bjart með köflum norðanlands. Hiti 7 til 13 stig.

Á fimmtudag og föstudag: Suðaustanátt og víða talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Fremur hlýtt.

Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og smáskúrir, en þurrt og bjart á Norðurlandi. Milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×