„Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2025 07:02 Tinna Sól nýtur lífsins á Balí. Aðsend „Mér finnst smá fyndið að ég og Brynjar kynntumst fyrst á Balí þegar við vorum bæði í reisu og núna fimm árum seinna búum við hérna saman,“ segir háskólaneminn Tinna Sól Þrastardóttir sem býr á Balí ásamt kærasta sínum Brynjari Haukssyni. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti. Balí og Barcelona „Ég flutti til Balí vegna þess að hluti af náminu mínu er starfsnám sem gefur mér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum. Ég ákvað því að grípa tækifærið og eyða næstu mánuðum hér, sérstaklega þar sem ég hef komið hingað tvisvar áður og Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu,“ segir Tinna Sól en hjúin, sem eru bæði í starfsnámi á Balí, hafa verið úti í rúman mánuð og verða í þrjá mánuði í viðbót. Tinna Sól býr með Brynjari kærasta sínum úti.Aðsend Tinna Sól er mikil ævintýramanneskja og stundar nám við ferðamannastjórnun í Barcelona. „Ég hef búið í Barcelona síðastliðin þrjú ár. Það hefur verið ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík upplifun og eftir starfsnámið á Balí fer ég aftur þangað.“ Hjúin elska lífið á Balí.Aðsend Draumasólsetur alla daga Hún segir daglegt líf á Balí mjög þægilegt. „Virku dagarnir eru frekar í rútínu, vinna, sólbað og ræktin. Síðan er algengt að fara seinnipartinn niður á strönd og horfa á sólsetrið, sem ég elska. Um helgar reynum við að nýta tímann í að keyra um, skoða nýja staði og kynnast eyjunni betur.“ Tinna og Brynjar eru dugleg að ferðast um eyjuna og upplifa ævintýri. Aðsend Hún segir að það allra skemmtilegasta við lífið úti sé fólkið, menningin og lífsstíllinn. „Ég hef ferðast mikið en hef aldrei hitt jafn opið og næs fólk, heimamenn gera upplifunina einstaka. Það er líka ákveðin orka sem fylgir því að vera í nýju umhverfi, bæði í daglegu lífi og í litlu augnablikunum sem gera allt spennandi.“ Tinna Sól verður næstu þrjá mánuði á Balí.Aðsend Besti matur sem hún hefur smakkað Heimþráin hefur blessunarlega lítið sem ekkert angrað hana. „Ég held það sé aðallega vegna þess að ég hef komið hingað áður og kannast við mig hérna. Maður finnur þó stundum hvað maður er langt frá Íslandi, sérstaklega vegna tímamismunarins.“ Lífið á Balí er gjörólíkt því sem þekkist hérlendis og segist Tinna sérstaklega hafa þurft að venjast götunum úti. „Það er rosa lítið um gangstéttir og allir ferðast um á vespum. Annað sem kom mér á óvart er að við höfum aldrei eldað heima, það er lítið um það hér og algengara að fara á veitingastað eða panta mat.“ Tinna segist aldrei hafa smakkað jafn góðan mat og á Balí.Aðsend Maturinn stendur að mati Tinnu algjörlega upp úr þegar það kemur að öllum góðu kostum Balís. „Lókal maturinn er bara besti matur sem ég hef smakkað. Svo er það auðvitað fólkið, menningin og þessi rólegi lífsstíll. Við fórum líka í ferð til Ubud um daginn sem var algjör draumur en á næstu mánuðum ætlum við að nýta tímann hér til fulls og skoða og upplifa sem mest. Ég er sérstaklega spennt að fara á eyjarnar í kring, kynnast nýju fólki og bara njóta,“ segir Tinna Sól brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Tinna Sól Þrastardóttir (@tinnassol) Hér má sjá nokkrar fleiri skemmtilegar myndir frá Tinnu og lífinu á Balí: Vespur eru aðal ferðamátinn á eyjunni.Aðsend Það er lítið um gangstéttir á Balí.Aðsend Draumur!Aðsend Sund í skóginum.Aðsend Skvís!Aðsend Tinna Sól og Brynjar eru mjög dugleg að skoða nýja staði.Aðsend Tinna Sól í náttúrufegurðinni.Aðsend Lífið á Balí er næs.Aðsend Íslendingar erlendis Indónesía Ástin og lífið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Balí og Barcelona „Ég flutti til Balí vegna þess að hluti af náminu mínu er starfsnám sem gefur mér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum. Ég ákvað því að grípa tækifærið og eyða næstu mánuðum hér, sérstaklega þar sem ég hef komið hingað tvisvar áður og Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu,“ segir Tinna Sól en hjúin, sem eru bæði í starfsnámi á Balí, hafa verið úti í rúman mánuð og verða í þrjá mánuði í viðbót. Tinna Sól býr með Brynjari kærasta sínum úti.Aðsend Tinna Sól er mikil ævintýramanneskja og stundar nám við ferðamannastjórnun í Barcelona. „Ég hef búið í Barcelona síðastliðin þrjú ár. Það hefur verið ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík upplifun og eftir starfsnámið á Balí fer ég aftur þangað.“ Hjúin elska lífið á Balí.Aðsend Draumasólsetur alla daga Hún segir daglegt líf á Balí mjög þægilegt. „Virku dagarnir eru frekar í rútínu, vinna, sólbað og ræktin. Síðan er algengt að fara seinnipartinn niður á strönd og horfa á sólsetrið, sem ég elska. Um helgar reynum við að nýta tímann í að keyra um, skoða nýja staði og kynnast eyjunni betur.“ Tinna og Brynjar eru dugleg að ferðast um eyjuna og upplifa ævintýri. Aðsend Hún segir að það allra skemmtilegasta við lífið úti sé fólkið, menningin og lífsstíllinn. „Ég hef ferðast mikið en hef aldrei hitt jafn opið og næs fólk, heimamenn gera upplifunina einstaka. Það er líka ákveðin orka sem fylgir því að vera í nýju umhverfi, bæði í daglegu lífi og í litlu augnablikunum sem gera allt spennandi.“ Tinna Sól verður næstu þrjá mánuði á Balí.Aðsend Besti matur sem hún hefur smakkað Heimþráin hefur blessunarlega lítið sem ekkert angrað hana. „Ég held það sé aðallega vegna þess að ég hef komið hingað áður og kannast við mig hérna. Maður finnur þó stundum hvað maður er langt frá Íslandi, sérstaklega vegna tímamismunarins.“ Lífið á Balí er gjörólíkt því sem þekkist hérlendis og segist Tinna sérstaklega hafa þurft að venjast götunum úti. „Það er rosa lítið um gangstéttir og allir ferðast um á vespum. Annað sem kom mér á óvart er að við höfum aldrei eldað heima, það er lítið um það hér og algengara að fara á veitingastað eða panta mat.“ Tinna segist aldrei hafa smakkað jafn góðan mat og á Balí.Aðsend Maturinn stendur að mati Tinnu algjörlega upp úr þegar það kemur að öllum góðu kostum Balís. „Lókal maturinn er bara besti matur sem ég hef smakkað. Svo er það auðvitað fólkið, menningin og þessi rólegi lífsstíll. Við fórum líka í ferð til Ubud um daginn sem var algjör draumur en á næstu mánuðum ætlum við að nýta tímann hér til fulls og skoða og upplifa sem mest. Ég er sérstaklega spennt að fara á eyjarnar í kring, kynnast nýju fólki og bara njóta,“ segir Tinna Sól brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Tinna Sól Þrastardóttir (@tinnassol) Hér má sjá nokkrar fleiri skemmtilegar myndir frá Tinnu og lífinu á Balí: Vespur eru aðal ferðamátinn á eyjunni.Aðsend Það er lítið um gangstéttir á Balí.Aðsend Draumur!Aðsend Sund í skóginum.Aðsend Skvís!Aðsend Tinna Sól og Brynjar eru mjög dugleg að skoða nýja staði.Aðsend Tinna Sól í náttúrufegurðinni.Aðsend Lífið á Balí er næs.Aðsend
Íslendingar erlendis Indónesía Ástin og lífið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein