Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 08:32 Það gekk mikið á í leik Vals og Breiðabliks en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Hér liggja þeir báðir sem handléku boltann í lok leiks, þeir Hólmar og Valgeir. vísir/Diego Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira