Innlent

Vara við svikapóstum frá Ríkis­skatt­stjóra

Samúel Karl Ólason skrifar
Pósturinn hefur borist frá netfanginu noreply@smartijcc.com og er það með öllu ótengt Skattinum.
Pósturinn hefur borist frá netfanginu noreply@smartijcc.com og er það með öllu ótengt Skattinum. Getty

Netþrjótar hafa verið að senda út svikapósta í nafni Ríkisskattstjóra og varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að opna hlekki í þeim póstum. Þar er verið að reyna að plata fólk til að opna rafræn skilríki.

„Við vörum við þessum pósti, en hann á að fara sömu leið og allir aðrir svikapóstar – eða beinustu leið í ruslið,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Pósturinn hefur borist frá netfanginu noreply@smartijcc.com og er það með öllu ótengt Skattinum. Hlekkurinn í póstinum vísar þar að auki ekki á island.is.

Þá segir lögreglan einnig að heimilisfang Skattsins í pósti netþrjótanna sé þar að auki rangt.

„Lögreglan hvetur fólk í þessum tilfellum, sem öðrum, að vera athugult og kynna sér m.a. ávallt tölvupóstfang sendanda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×