Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2025 06:51 Toppstöðin telur 6.483 fermetra en þar er meðal annars gert ráð fyrir miklum klifurveggjum. Plan Studio Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Vísir hefur áður greint frá sölu Toppstöðvarinnar við Rafstöðvarveg en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa viðræður enn yfir við hæstbjóðandann; Hilmar Ingimundarson, fyrir hönd óstofnaðs félags. Tilboð Hilmas hljóðaði upp á 420 milljónir króna en Landsvirkjun bauð 300 milljónir í húsnæðið. Teikning af því hvernig húsnæðið gæti litið út utan frá.Plan Studio Hugmyndir um útfærslu Toppstöðvarinnar voru kynntar á fyrrnefndum fundi menningar- og íþróttaráðs, en í kynningunni segir meðal annars að Toppstöðin verði fyrsti áfangi í þróun og uppbyggingu Elliðaárdals sem miðstöðvar í íþróttamálum; íþróttaklasi fyrir jaðargreinar innan Reykjavíkur. Hún verði nýr áfangastaður fyrir alla aldurshópa og haft verði að leiðarljósi að sem flestir Reykvíkingar geti nýtt sér aðstöðuna. Á fyrstu hæð er meðal annars gert ráð fyrir „brettahöll“ og klifuraðstöðu.Plan Studio „Toppstöðin mun verða endurbætt og endurgerð miðað við helstu og metnaðarfyllstu umhverfi skröfur bygginga nú til dags,“ segir í kynningunni. Áhersla verði lögð á varðveitingu og varðveislu minja og sögu Toppstöðvarinnar í samráði við hagsmunaaðila, til að mynda Fiskistofu vegna nálægðar við Elliðaárnar. Vitað er til þess að asbest er í byggingunni, sem þarf að fjarlægja. Heimildir fréttastofu herma að tilfallandi kostnaður vegna þessa sé meðal þess sem um er rætt í viðræðum um sölu húsnæðisins. Gert er ráð fyrir veitingaaðstöðu á jarðhæð hússins og kaffiaðstöðu á öðrum hæðum.Plan Studio Sniðin að þörfum jaðaríþrótta Í kynningunni, sem merkt er Plan Studio, segir að stór hluti starfsemi Toppstöðvarinnar verði sniðin að þörfum jaðaríþrótta og gert að uppfylla þarfir sérsambanda innan vébanda Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Hugmyndinni um útivistarmiðstöð í Elliðaárdal er ætlað að uppfylla þarfir ólíkra hópa, sem stunda svokallaðar jaðaríþróttir ásamt opnu þjónusturými fyrir almenning með aðgangi að veitingakjarna. Með því að samnýta þjónustukjarna fyrir sérsambönd munu nást umtalsverð samlegðaráhrif við uppbyggingu á sameiginlegri íþróttaaðstöðu fyrir jaðaríþróttir og þannig má ná aukinni hagræðingu í rekstri og samstarfi íþróttafélaga,“ segir í kynningunni. Á annarri hæð er gert ráð fyrir fjallahjólabraut og klifurveggjum.Plan Studio Á meðfylgjandi teikningum má meðal annars sjá að gert er ráð fyrir rými fyrir Klifurfélag Reykjavíkur, Hjólafélag Reykjavíkur og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir opnum rýmum sem hægt verður að leigja út til ólíkra aðila. Gert er ráð fyrir sirka 1.000 fermetra „brettahöll“, stórum sal með klifurveggjum og fjallahjólabraut. Þá er gert ráð fyrir veitingasal og kaffiaðstöðu, búningsherbergjum, æfingasölum fyrir hinar ýmsu bardagaíþróttir, heitum pottum, skrifstofum og salernum. Svona gæti lóðin litið út.Plan Studio „Brettahöll er staðsett á 1. hæðinni með góða lofthæð og góð tengsl við útisvæði sem hægt væri að hanna með tilliti til hjólabretta, BMX hjóla, skauta og samskonar íþrótta,“ segir í kynningunni. „2. hæðin er hönnuð fyrir Klifurfélag Reykjavíkur og Fjallahjólafélag Reykjavíkur.“ Þriðja og fjórða hæðin verða hannaðar með sveigjanleika í huga og þá er gerð tillaga að því að fimmta hæðin verði tekin í gegn og gert ráð fyrir fjölnota- og samkomusal með útsýnissvölum. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Klifur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá sölu Toppstöðvarinnar við Rafstöðvarveg en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa viðræður enn yfir við hæstbjóðandann; Hilmar Ingimundarson, fyrir hönd óstofnaðs félags. Tilboð Hilmas hljóðaði upp á 420 milljónir króna en Landsvirkjun bauð 300 milljónir í húsnæðið. Teikning af því hvernig húsnæðið gæti litið út utan frá.Plan Studio Hugmyndir um útfærslu Toppstöðvarinnar voru kynntar á fyrrnefndum fundi menningar- og íþróttaráðs, en í kynningunni segir meðal annars að Toppstöðin verði fyrsti áfangi í þróun og uppbyggingu Elliðaárdals sem miðstöðvar í íþróttamálum; íþróttaklasi fyrir jaðargreinar innan Reykjavíkur. Hún verði nýr áfangastaður fyrir alla aldurshópa og haft verði að leiðarljósi að sem flestir Reykvíkingar geti nýtt sér aðstöðuna. Á fyrstu hæð er meðal annars gert ráð fyrir „brettahöll“ og klifuraðstöðu.Plan Studio „Toppstöðin mun verða endurbætt og endurgerð miðað við helstu og metnaðarfyllstu umhverfi skröfur bygginga nú til dags,“ segir í kynningunni. Áhersla verði lögð á varðveitingu og varðveislu minja og sögu Toppstöðvarinnar í samráði við hagsmunaaðila, til að mynda Fiskistofu vegna nálægðar við Elliðaárnar. Vitað er til þess að asbest er í byggingunni, sem þarf að fjarlægja. Heimildir fréttastofu herma að tilfallandi kostnaður vegna þessa sé meðal þess sem um er rætt í viðræðum um sölu húsnæðisins. Gert er ráð fyrir veitingaaðstöðu á jarðhæð hússins og kaffiaðstöðu á öðrum hæðum.Plan Studio Sniðin að þörfum jaðaríþrótta Í kynningunni, sem merkt er Plan Studio, segir að stór hluti starfsemi Toppstöðvarinnar verði sniðin að þörfum jaðaríþrótta og gert að uppfylla þarfir sérsambanda innan vébanda Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Hugmyndinni um útivistarmiðstöð í Elliðaárdal er ætlað að uppfylla þarfir ólíkra hópa, sem stunda svokallaðar jaðaríþróttir ásamt opnu þjónusturými fyrir almenning með aðgangi að veitingakjarna. Með því að samnýta þjónustukjarna fyrir sérsambönd munu nást umtalsverð samlegðaráhrif við uppbyggingu á sameiginlegri íþróttaaðstöðu fyrir jaðaríþróttir og þannig má ná aukinni hagræðingu í rekstri og samstarfi íþróttafélaga,“ segir í kynningunni. Á annarri hæð er gert ráð fyrir fjallahjólabraut og klifurveggjum.Plan Studio Á meðfylgjandi teikningum má meðal annars sjá að gert er ráð fyrir rými fyrir Klifurfélag Reykjavíkur, Hjólafélag Reykjavíkur og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir opnum rýmum sem hægt verður að leigja út til ólíkra aðila. Gert er ráð fyrir sirka 1.000 fermetra „brettahöll“, stórum sal með klifurveggjum og fjallahjólabraut. Þá er gert ráð fyrir veitingasal og kaffiaðstöðu, búningsherbergjum, æfingasölum fyrir hinar ýmsu bardagaíþróttir, heitum pottum, skrifstofum og salernum. Svona gæti lóðin litið út.Plan Studio „Brettahöll er staðsett á 1. hæðinni með góða lofthæð og góð tengsl við útisvæði sem hægt væri að hanna með tilliti til hjólabretta, BMX hjóla, skauta og samskonar íþrótta,“ segir í kynningunni. „2. hæðin er hönnuð fyrir Klifurfélag Reykjavíkur og Fjallahjólafélag Reykjavíkur.“ Þriðja og fjórða hæðin verða hannaðar með sveigjanleika í huga og þá er gerð tillaga að því að fimmta hæðin verði tekin í gegn og gert ráð fyrir fjölnota- og samkomusal með útsýnissvölum.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Klifur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira