Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kynna yfir­lýsingu fjár­málastöðug­leika­nefndar

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Anton Brink

Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs, munu á fundinum gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar og efni Fjármálastöðugleika.

Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, sagði að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum og að eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka væri sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa sé þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafi víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Ennfremur kom fram að óvissa á alþjóða­vett­vangi undir­striki mikilvægi ríf­legs gjald­eyris­forða, en nánar má lesa um yfirlýsinguna í frétt Vísis frá í morgun.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Hann hefst klukkan 9:30.


Tengdar fréttir

Óvissa á alþjóða­vett­vangi undir­strikar mikilvægi ríf­legs gjald­eyris­forða

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóða­vett­vangi undir­strikar mikilvægi ríf­legs gjald­eyris­forða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×