Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 13:15 Lögreglan kom sandpokum fyrir á seinni sprengjunni. EPA/Terje Pedersen Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir að handsprengja var sprengd í miðborg Osló í gærkvöldi. Lögreglan telur málið tengjast sænsku glæpagengi og mannráni. Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23