Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 13:18 Hluti Vestfjarðar sleppur en annars er gul veðurviðvörun um land allt sem byrjar um sexleytið á fimmtudag á sauðaustanverðu landinu. Veðurstofa Íslands Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Aukin hætta sé á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Lægðagangur næstu daga muni skila talsverðri rigningu víða um land í dag og fram yfir helgi. Úrkoman verður mikil í á annan sólarhring. Svona er spáin um fjögurleytið aðfaranótt föstudags.Veðurstofa Íslands Á morgun muni bæta vel í úrkomuákefð sem eigi að vara sem samfelld úrkoma fram á laugardag. Úrkoman frá fimmtudegi muni ná yfir nær allt landið. Spár gera ráð fyrir að ákefðin verði hve mest á Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum, yfir 25 mm/klst til fjalla eða á jöklum og í kringum 10 mm/klst á láglendi. Uppsöfnuð úrkoma fram á laugardagsmorguninn 27. september gæti náð upp yfir 500 mm til fjalla og jökla og hátt í 100 mm á láglendi á þremur sólarhringum. Aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 eru mörgum í fersku minni.Vísir/ArnarHalldórs Svona ákafri úrkomu fylgi vatnavextir í lækjum og ám. „Vegna magns úrkomu má ekki útiloka vatnsflóð í kringum vatnsfarvegi. Það er gott að huga að niðurföllum í kringum hús til að forðast vatnstjón.“ Auknar líkur séu á skriðuföllum, svo sem grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum í lækjarfarvegum. „Einnig getur verið hætta á skriðum og grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er liðin hjá. Mikilvægt er að fylgjast með veðurspám, útgefnum viðvörunum og ástandi vega á vef Vegagerðarinnar.“ Veður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Aukin hætta sé á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Lægðagangur næstu daga muni skila talsverðri rigningu víða um land í dag og fram yfir helgi. Úrkoman verður mikil í á annan sólarhring. Svona er spáin um fjögurleytið aðfaranótt föstudags.Veðurstofa Íslands Á morgun muni bæta vel í úrkomuákefð sem eigi að vara sem samfelld úrkoma fram á laugardag. Úrkoman frá fimmtudegi muni ná yfir nær allt landið. Spár gera ráð fyrir að ákefðin verði hve mest á Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum, yfir 25 mm/klst til fjalla eða á jöklum og í kringum 10 mm/klst á láglendi. Uppsöfnuð úrkoma fram á laugardagsmorguninn 27. september gæti náð upp yfir 500 mm til fjalla og jökla og hátt í 100 mm á láglendi á þremur sólarhringum. Aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 eru mörgum í fersku minni.Vísir/ArnarHalldórs Svona ákafri úrkomu fylgi vatnavextir í lækjum og ám. „Vegna magns úrkomu má ekki útiloka vatnsflóð í kringum vatnsfarvegi. Það er gott að huga að niðurföllum í kringum hús til að forðast vatnstjón.“ Auknar líkur séu á skriðuföllum, svo sem grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum í lækjarfarvegum. „Einnig getur verið hætta á skriðum og grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er liðin hjá. Mikilvægt er að fylgjast með veðurspám, útgefnum viðvörunum og ástandi vega á vef Vegagerðarinnar.“
Veður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira