Þeir fátæku borga brúsann Símon Birgisson skrifar 26. september 2025 07:02 Þórey Birgisdóttir er leikari sýningarinnar en þýðing verksins er jafnframt í höndum hennar ásamt Önnu Maríu Tómasdóttur leikstjóra. BORGARLEIKHÚSIÐ Það er engin sæla að vera fátækur, sérstaklega ef þú býrð í gömlu hermannablokkunum í Ásbrú. Það er hlutskipti Ífigeníu (eða Ífí eins og hún er kölluð). Ífi eyðir vikunni annaðhvort í þynnku eða að gera sig tilbúna á galeiðuna – sem í hennar tilviki eru lókal skemmtistaðir í Reykjanesbæ. Ég efast um að mörg leikrit hafi verið skrifuð um veruleika fólks í Sandgerði og Innri–Njarðvík. Kannski kominn tími til, því Ífigenía í Ásbrú er ein áhugaverðasta sýningin í íslensku leikhúsi í dag. Ég missti því miður af henni á síðasta leikvetri þegar hún gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó en skellti mér á hana í Borgarleikhúsinu nú um helgina þar sem hún verður sýnd næstu misserin. Ífigenía í Ásbrú - Borgarleikhúsið Höfundur: Gary Owen. Leikstjórn: Anna María Tómasdóttir. Þýðing: Anna María Tómasdóttir og Þórey Birgisdóttir. Leikari: Þórey Birgisdóttir Kannski ein athugasemd til lesenda. Venjulega þegar ég skrifa rýni er maður að fjalla um verk strax eftir frumsýningu. Maður reynir því að upplýsa ekki um of söguþráðinn. Þar sem Ífigenía hefur verið á fjölunum í nokkurn tíma langar mig að fara aðeins aðra leið í umfjölluninni og greina það út frá sögunni sjálfri – þeir sem ekki vilja vita of mikið um söguþráðinn fá því hér viðvörun en mega treysta því að um frábæra sýningu er um að ræða sem er vel þess virði að sjá. Alvöru strigakjaftur Ífigenía (Þórey Birgisdóttir) ryðst inn í salinn í þann mund sem starfsmenn eru að loka dyrunum. Starfsmaður hússins kallar á eftir henni að hún sé ekki með miða en hún opnar bara bjór og lýsir því yfir að þetta sé hennar sýning – hennar leikhús. Það er löng hefð í leikhúsbókmenntunum fyrir verkum sem fjalla um fínt fólk, millistéttina, konunga í krísu eða þunglynda prinsa. En Ífigenía tilheyrir öðrum þjóðfélagshópi, lágstéttinni sem er sjaldnar í sviðsljósinu á leiksviðum eða skáldsögum – það er auðvelt að falla í þá gryfju að gera ,,grín“ að þessum hópi en erfiðara að fjalla um það af samkennd og skilningi. Eitt það fyrsta sem heillaði mig í sýningunni var notkunin á tungumálinu. Verkið er þýtt af leikstjóranum Önnu Maríu Tómasdóttur og Þóreyju sjálfri. Ífi er alvöru strigakjaftur og lýsingar hennar á kærastanum Kidda, feitu nágrannakonunni með börnin (sem hún kallar búkollu) og hinum ýmsu týpum í bænum eru kostulegar. Slangrið virkaði ferskt og eðlilegt og dómharka hennar hluti af einhverskonar innbyggðu varnarkerfi frekar en mannvonsku. Stórt hrós á þýðinguna sem hefði örugglega verið auðvelt að klúðra en svínvirkar hér og þó tungutak Ífi yrði hefðbundnara og leikhúslegra eftir því sem leið á sýninguna skemmdi það ekki fyrir. Borgarleikhúsið Örlagarík nótt Einleikir eru yfirleitt meira í ætt við smásögur en stærri skáldverk. Saga Ífigeníu hverfist um afdrifaríka nótt þar sem hún fer heim með ókunnugum manni og upplifir meiri nánd og hlýju en hún á að venjast í sínum áfengissósaða veruleika. Eftirleikurinn er hins vegar ekki eins og hún hafði ímyndað sér. Það sem hún hélt að væri mögulega nýtt upphaf var bara enn ein hörmungin. Hún hafði í raun verið notuð af giftum manni sem vill ekkert með hana og gerir hana ólétta í þokkabót. Það sem var í fyrstu örlítill vonarneisti um að hún gæti sloppið út úr sambandinu við steratröllið, vítahring drykkju og þynnku og fíkniefnaneyslu verður staðfesting á því að hún á engan sjens, enga möguleika – Ásbrú er hennar heimavöllur. Frásögnin af því þegar hún labbar í fínt einbýlishúsahverfi í Sandgerði til að mæta manninum sem vill ekkert með hana hafa var afar áhrifarík. Lífið sem hún fær ekki lifað, fallegt einbýlishús, kona og bíll blasir við henni – en það er barnið sem stekkur í fang föður síns sem stöðvar hana í ætlunarverki sínu og uppgjörið sem hún hefur séð fyrir sér breytist í máttlausa spurningu um hvar næsta strætóskýli er. Sláturhúsið Ífigenía leitar á náðir heilbrigðisstofnun Suðurnesja – sem hún kallar Sláturhúsið. Meðan hún býður eftir tíma í fóstureyðingu breytist eitthvað innra með henni. Hún ákveður að eiga barnið, kannski er það aðgöngumiðinn úr þeirri prísund sem hún er föst í. Þegar hún setur tappann í flöskuna, barnsins vegna, verður henni ljóst að hún þarf að sleppa úr leiguíbúðinni og með aðstoð Kidda (sem selur Playstation tölvuna sína) og fátækrar ömmu nær hún að leigja sér lítið herbergi. BORGARLEIKHÚSIÐ Það er hins vegar á Sláturhúsinu sem líf hennar tekur aðra u-beygju. Hún leitar á náðir heilbrigðiskerfisins, verkjuð og illa til reika eftir að hafa þurft að ganga þangað í snjó og kulda. Þar er tekin ákvörðun um að senda hana til Reykjavíkur með sjúkrabíl þar sem hún er komin af stað langt fyrir settan tíma. Á fæðingardeildinni eru hins vegar fín hjón, með alvöru úthugsað fæðingarplan og eiginmaðurinn kemur í veg fyrir að ljósmóðir fari með Ífi í sjúkrabílnum – samkvæmt planinu eigi ljósmóðirin að vera þeim til aðstoðar. Ífi er ein á báti. Hún áttar sig á því að hún á sér engan málsvara. Engan til að passa upp á hana. Meðan eiginmaðurinn á spítalanum nýtir öll sín sambönd, hringir í yfirlækninn og kemur í veg fyrir að Ífi fái aðstoð ljósmóðurinnar er Ífí dröslað í sjúkrabíl og haldið er á Reykjanesbrautina í stormi og kafaldsbyl. Lýsingin á þessari bílferð og því sem þar gerist lætur engan ósnortinn. Þeir sem hafa eignast barn eða verið viðstaddir fæðingu, vita hversu hryllilegar aðstæður Ífi er komin í. Maður þarf ekkert að skammast sín fyrir að gráta í leikhúsi – það er sársaukafullt en líka heilandi. Ljósin dofna, tónlistin hljóðnar og þátt fyrir enga sviðsmynd sá maður hvert augnablik ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Örvæntingu sjúkraliðana, uppgjöf Ífigeníu, snjókomuna og lífið sem fjarar út. Kerfið vinnur alltaf Jón Hreggviðsson segir í Íslandsklukkunni að vont sé þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæti. Það er í eftirleik hinnar örlagaríku bílferðar sem Ífigenía fer úr því að vera persónuleg harmsaga í hápólítískt ádeiluverk. Ífigenía ákveður að fara í mál við spítalann, sækja bætur fyrir það ranglæti sem hún sannarlega varð fyrir. Það átti að vera ljósmóðir með í för, hefði verið ef eiginmaðurinn með samböndin hefði ekki hringt í rétta aðila. Skipta einhverjar milljónir máli þegar þú hefur verið sviptur draumum þínum? Fyrir manneskju í stöðu Ífígeníu, manneskju án baklands, án menntunar, eigin húsnæðis – þá er svarið eflaust já. Lögfræðingarnir segja henni að hún sé með skothelt mál í höndunum en ljósmóðirin sem sendi hana í sjúkrabílinn króar hana af – spyr hana hvort hún sé reiðubúin að taka milljónir úr heilbrigðiskerfinu, milljónir sem gætu bjargað öðrum mæðrum í hennar stöðu, bjargað öðrum börnum sem annars fengju ekki aðstoð. Við áhorfendur sjáum auðvitað að kerfið er bara verja sig sjálft. En Ífigenía lætur gabbast – hún ákveður að trúa því að hennar fórn geti veitt öðrum bjargráð. Í grísku harmleikjunum er það Agamemnon faðir Ífigeníu sem fórnar henni í þágu hernaðar Grikkja við Trójubúa – hér er það hún sem fórnar sinni eigin dóttur til að bjarga fjársveltri ríkisstofnun. BORGARLEIKHÚSIÐ Þeir fátæḱu borga Það sem sat eftir hjá mér þegar ég gekk út af Ífigeníu er hvernig saga hennar endurspeglar þann veruleika sem mismunandi stéttir búa við í okkar samfélagi. Ef bæta á laun og kjör hinna lægst settu þá eru háir vextir og verðbólga auðvitað þeim að kenna. Sökin liggur ekki hjá millistjórnandanum með tvær millur á mánuði, eða forstjórum með tugi milljóna á mánuði. Vandamálið eru auðvitað stéttir eins og kennarar sem setja allt á hliðina því þeir virða ekki ,,stöðugleikann“. Ef þeir launalægri vilja meira er höfðað til samviskubits þeirra – nákvæmlega eins og ljósmóðirin á spítalanum gerir í samtali sínu við Ífigeníu. Þegar klípa á peninga af sjávarútveginum eða hækka skatta á þá launahæstu er enginn skortur á málsvörum þeirra á þingi sem beita öllum tiltækum ráðum til að vernda sitt fólk – nákvæmlega eins og eiginmaðurinn á spítalanum. Leikhús sem ætlar sér að vera pólitískt verður oft hrikalega hallærislegt, sérstaklega ef boðskapurinn er innihaldinu sterkari. Í leikriti Gary Owen, í listilegum flutningi Þóreyjar Birgisdóttur og sterkri leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttir verður til hádramatísk sýning sem er um leið rammpólitísk, áleitin og truflandi. Þýðingin og staðfærslan frá Bretlandi til Íslands gengur snilldarlega upp. Það er ánægjulegt að verkið fái framhaldslíf á fjölum Borgarleikhússins og án efa er þetta stökkpallur fyrir þær Þóreyju og Önnu Maríu í átt til stærri leikhússigra. Niðurstaða Ífigenía í Ásbrú er einleikur sem lætur engan ósnortinn. Þórey Birgisdóttir segir okkur sögu ógæfukonunnar Ífigeníu af miklu listfengi og krafti. Ífigenía er sýning sem leikhúsunnendur mega ekki missa af. Gagnrýni Símonar Birgissonar Borgarleikhúsið Leikhús Menning Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Ífigenía í Ásbrú - Borgarleikhúsið Höfundur: Gary Owen. Leikstjórn: Anna María Tómasdóttir. Þýðing: Anna María Tómasdóttir og Þórey Birgisdóttir. Leikari: Þórey Birgisdóttir Kannski ein athugasemd til lesenda. Venjulega þegar ég skrifa rýni er maður að fjalla um verk strax eftir frumsýningu. Maður reynir því að upplýsa ekki um of söguþráðinn. Þar sem Ífigenía hefur verið á fjölunum í nokkurn tíma langar mig að fara aðeins aðra leið í umfjölluninni og greina það út frá sögunni sjálfri – þeir sem ekki vilja vita of mikið um söguþráðinn fá því hér viðvörun en mega treysta því að um frábæra sýningu er um að ræða sem er vel þess virði að sjá. Alvöru strigakjaftur Ífigenía (Þórey Birgisdóttir) ryðst inn í salinn í þann mund sem starfsmenn eru að loka dyrunum. Starfsmaður hússins kallar á eftir henni að hún sé ekki með miða en hún opnar bara bjór og lýsir því yfir að þetta sé hennar sýning – hennar leikhús. Það er löng hefð í leikhúsbókmenntunum fyrir verkum sem fjalla um fínt fólk, millistéttina, konunga í krísu eða þunglynda prinsa. En Ífigenía tilheyrir öðrum þjóðfélagshópi, lágstéttinni sem er sjaldnar í sviðsljósinu á leiksviðum eða skáldsögum – það er auðvelt að falla í þá gryfju að gera ,,grín“ að þessum hópi en erfiðara að fjalla um það af samkennd og skilningi. Eitt það fyrsta sem heillaði mig í sýningunni var notkunin á tungumálinu. Verkið er þýtt af leikstjóranum Önnu Maríu Tómasdóttur og Þóreyju sjálfri. Ífi er alvöru strigakjaftur og lýsingar hennar á kærastanum Kidda, feitu nágrannakonunni með börnin (sem hún kallar búkollu) og hinum ýmsu týpum í bænum eru kostulegar. Slangrið virkaði ferskt og eðlilegt og dómharka hennar hluti af einhverskonar innbyggðu varnarkerfi frekar en mannvonsku. Stórt hrós á þýðinguna sem hefði örugglega verið auðvelt að klúðra en svínvirkar hér og þó tungutak Ífi yrði hefðbundnara og leikhúslegra eftir því sem leið á sýninguna skemmdi það ekki fyrir. Borgarleikhúsið Örlagarík nótt Einleikir eru yfirleitt meira í ætt við smásögur en stærri skáldverk. Saga Ífigeníu hverfist um afdrifaríka nótt þar sem hún fer heim með ókunnugum manni og upplifir meiri nánd og hlýju en hún á að venjast í sínum áfengissósaða veruleika. Eftirleikurinn er hins vegar ekki eins og hún hafði ímyndað sér. Það sem hún hélt að væri mögulega nýtt upphaf var bara enn ein hörmungin. Hún hafði í raun verið notuð af giftum manni sem vill ekkert með hana og gerir hana ólétta í þokkabót. Það sem var í fyrstu örlítill vonarneisti um að hún gæti sloppið út úr sambandinu við steratröllið, vítahring drykkju og þynnku og fíkniefnaneyslu verður staðfesting á því að hún á engan sjens, enga möguleika – Ásbrú er hennar heimavöllur. Frásögnin af því þegar hún labbar í fínt einbýlishúsahverfi í Sandgerði til að mæta manninum sem vill ekkert með hana hafa var afar áhrifarík. Lífið sem hún fær ekki lifað, fallegt einbýlishús, kona og bíll blasir við henni – en það er barnið sem stekkur í fang föður síns sem stöðvar hana í ætlunarverki sínu og uppgjörið sem hún hefur séð fyrir sér breytist í máttlausa spurningu um hvar næsta strætóskýli er. Sláturhúsið Ífigenía leitar á náðir heilbrigðisstofnun Suðurnesja – sem hún kallar Sláturhúsið. Meðan hún býður eftir tíma í fóstureyðingu breytist eitthvað innra með henni. Hún ákveður að eiga barnið, kannski er það aðgöngumiðinn úr þeirri prísund sem hún er föst í. Þegar hún setur tappann í flöskuna, barnsins vegna, verður henni ljóst að hún þarf að sleppa úr leiguíbúðinni og með aðstoð Kidda (sem selur Playstation tölvuna sína) og fátækrar ömmu nær hún að leigja sér lítið herbergi. BORGARLEIKHÚSIÐ Það er hins vegar á Sláturhúsinu sem líf hennar tekur aðra u-beygju. Hún leitar á náðir heilbrigðiskerfisins, verkjuð og illa til reika eftir að hafa þurft að ganga þangað í snjó og kulda. Þar er tekin ákvörðun um að senda hana til Reykjavíkur með sjúkrabíl þar sem hún er komin af stað langt fyrir settan tíma. Á fæðingardeildinni eru hins vegar fín hjón, með alvöru úthugsað fæðingarplan og eiginmaðurinn kemur í veg fyrir að ljósmóðir fari með Ífi í sjúkrabílnum – samkvæmt planinu eigi ljósmóðirin að vera þeim til aðstoðar. Ífi er ein á báti. Hún áttar sig á því að hún á sér engan málsvara. Engan til að passa upp á hana. Meðan eiginmaðurinn á spítalanum nýtir öll sín sambönd, hringir í yfirlækninn og kemur í veg fyrir að Ífi fái aðstoð ljósmóðurinnar er Ífí dröslað í sjúkrabíl og haldið er á Reykjanesbrautina í stormi og kafaldsbyl. Lýsingin á þessari bílferð og því sem þar gerist lætur engan ósnortinn. Þeir sem hafa eignast barn eða verið viðstaddir fæðingu, vita hversu hryllilegar aðstæður Ífi er komin í. Maður þarf ekkert að skammast sín fyrir að gráta í leikhúsi – það er sársaukafullt en líka heilandi. Ljósin dofna, tónlistin hljóðnar og þátt fyrir enga sviðsmynd sá maður hvert augnablik ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Örvæntingu sjúkraliðana, uppgjöf Ífigeníu, snjókomuna og lífið sem fjarar út. Kerfið vinnur alltaf Jón Hreggviðsson segir í Íslandsklukkunni að vont sé þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæti. Það er í eftirleik hinnar örlagaríku bílferðar sem Ífigenía fer úr því að vera persónuleg harmsaga í hápólítískt ádeiluverk. Ífigenía ákveður að fara í mál við spítalann, sækja bætur fyrir það ranglæti sem hún sannarlega varð fyrir. Það átti að vera ljósmóðir með í för, hefði verið ef eiginmaðurinn með samböndin hefði ekki hringt í rétta aðila. Skipta einhverjar milljónir máli þegar þú hefur verið sviptur draumum þínum? Fyrir manneskju í stöðu Ífígeníu, manneskju án baklands, án menntunar, eigin húsnæðis – þá er svarið eflaust já. Lögfræðingarnir segja henni að hún sé með skothelt mál í höndunum en ljósmóðirin sem sendi hana í sjúkrabílinn króar hana af – spyr hana hvort hún sé reiðubúin að taka milljónir úr heilbrigðiskerfinu, milljónir sem gætu bjargað öðrum mæðrum í hennar stöðu, bjargað öðrum börnum sem annars fengju ekki aðstoð. Við áhorfendur sjáum auðvitað að kerfið er bara verja sig sjálft. En Ífigenía lætur gabbast – hún ákveður að trúa því að hennar fórn geti veitt öðrum bjargráð. Í grísku harmleikjunum er það Agamemnon faðir Ífigeníu sem fórnar henni í þágu hernaðar Grikkja við Trójubúa – hér er það hún sem fórnar sinni eigin dóttur til að bjarga fjársveltri ríkisstofnun. BORGARLEIKHÚSIÐ Þeir fátæḱu borga Það sem sat eftir hjá mér þegar ég gekk út af Ífigeníu er hvernig saga hennar endurspeglar þann veruleika sem mismunandi stéttir búa við í okkar samfélagi. Ef bæta á laun og kjör hinna lægst settu þá eru háir vextir og verðbólga auðvitað þeim að kenna. Sökin liggur ekki hjá millistjórnandanum með tvær millur á mánuði, eða forstjórum með tugi milljóna á mánuði. Vandamálið eru auðvitað stéttir eins og kennarar sem setja allt á hliðina því þeir virða ekki ,,stöðugleikann“. Ef þeir launalægri vilja meira er höfðað til samviskubits þeirra – nákvæmlega eins og ljósmóðirin á spítalanum gerir í samtali sínu við Ífigeníu. Þegar klípa á peninga af sjávarútveginum eða hækka skatta á þá launahæstu er enginn skortur á málsvörum þeirra á þingi sem beita öllum tiltækum ráðum til að vernda sitt fólk – nákvæmlega eins og eiginmaðurinn á spítalanum. Leikhús sem ætlar sér að vera pólitískt verður oft hrikalega hallærislegt, sérstaklega ef boðskapurinn er innihaldinu sterkari. Í leikriti Gary Owen, í listilegum flutningi Þóreyjar Birgisdóttur og sterkri leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttir verður til hádramatísk sýning sem er um leið rammpólitísk, áleitin og truflandi. Þýðingin og staðfærslan frá Bretlandi til Íslands gengur snilldarlega upp. Það er ánægjulegt að verkið fái framhaldslíf á fjölum Borgarleikhússins og án efa er þetta stökkpallur fyrir þær Þóreyju og Önnu Maríu í átt til stærri leikhússigra. Niðurstaða Ífigenía í Ásbrú er einleikur sem lætur engan ósnortinn. Þórey Birgisdóttir segir okkur sögu ógæfukonunnar Ífigeníu af miklu listfengi og krafti. Ífigenía er sýning sem leikhúsunnendur mega ekki missa af.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Borgarleikhúsið Leikhús Menning Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira