„Þetta var bara draumi líkast“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2025 23:01 Darri Aronsson var vitanlega kampakátur með endurkomuna. Mynd/Haukar Þriggja ára þrautargöngu Darra Aronssonar, leikmanns Hauka, lauk í kvöld þegar hann snéri aftur inn á parketið að lokinni langri og erfiðri fjarveru vegna þrálátra meiðsla. Darri var augljóslega og eins og gefur að skilja himinlifandi að hafa getað sett harpix á puttana í keppnisleik að nýju. „Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps Sjá meira
„Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps Sjá meira