Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. september 2025 22:08 Sigríður Björk ræddi mögulegar öryggisráðstafanir Íslands vegna ítrekaðs drónaflugs yfir flugvöllum meðal annars í Danmörku, í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Íslendingar búi vel að því að eiga öflugt almannavarnakerfi, sem geti tekið á hvers kyns vá sem ber að höndum. Viðbragðsaðilar séu vakandi yfir öryggi á flugvellinum og hafi áður nýtt sér dróna. Flugvellinum í Álaborg var lokað aftur í gærkvöldi vegna gruns um drónaflug í nágrenninu og hefur viðbúnaður á flugvöllum þar í landi verið aukinn. Í ljósi stöðunnar hafa spurningar vaknað um viðbragðsgetu Íslendinga. Sigríður Björk var stödd á fundi með evrópskum ríkislögreglustjórum í Haag í Hollandi þegar drónarnir flugu fyrst yfir flugvelli í Danmörku. „Það var áhugavert að vera þarna. Við tölum um þetta á hverju einasta ári, þessar fjölþáttaógnir. Við óttumst auðvitað að þetta sé hluti af fjölþáttaógnum, sem eru frá óvinveittum löndum, sem eru til þess falnar að auka ótta og hræðslu, búa til óöryggi,“ segir Sigríður. Í nýrri skýslu samráðshóps þingmanna um varnarmál, kemur fram að beinar varnir íslands séu mjög takmarkaðar. Ef það kæmi til árásar á innviði landsins, hvernig myndir þú lýsa okkar viðbragðsgetu? „Ég held að í þessari þingmannaskýrslu, þá er svolítið verið að horfa á ytri ógnir. Á meðan við búum svo vel að eiga almannavarnakerfið, sem tekur í rauninni á öllu, líka hernaðarógn.“ „Við erum auðvitað þrautreynd í að nýta það, sama hvaða vá ber að höndum. Hvort sem það eru bara til dæmis netárásir, þá er það almannavarnakerfið sem grípur, sem er í raun aðferðafræði okkar til að vinna saman.“ „Við erum með viðbúnað, klárlega, við höfum æft og nýtt okkur dróna, og það má ekki gleyma því að við erum mjög vakandi yfir örygginu á flugvellinum, og höfum hækkað vástig þegar ástæða þykir.“ Sigríður tekur það einnig fram að ekkert bendi til þess á þessu stigi að það sé eitthvað í gangi hér á landi, en þau séu hins vegar mjög vakandi. Hér á landi sé búnaður sem geti borið kennsl á stóran hluta af þeim drónum sem eru í umferð, og það séu ýmsar aðferðir til að ná niður drónum. „Eitt af því eru tíðnitruflanir, við erum ekki með mikla tækni eða getu þar, en við erum auðvitað með sérstök skotvopn, og sérstök skot sem yrðu þá notuð, og erum með fólk sem er þrautþjálfað, og hefur verið að þjálfa með öðrum sveitum á Norðurlöndunum.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Sigríður var einnig í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um sama mál og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan: Danmörk Öryggis- og varnarmál Lögreglan Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Flugvellinum í Álaborg var lokað aftur í gærkvöldi vegna gruns um drónaflug í nágrenninu og hefur viðbúnaður á flugvöllum þar í landi verið aukinn. Í ljósi stöðunnar hafa spurningar vaknað um viðbragðsgetu Íslendinga. Sigríður Björk var stödd á fundi með evrópskum ríkislögreglustjórum í Haag í Hollandi þegar drónarnir flugu fyrst yfir flugvelli í Danmörku. „Það var áhugavert að vera þarna. Við tölum um þetta á hverju einasta ári, þessar fjölþáttaógnir. Við óttumst auðvitað að þetta sé hluti af fjölþáttaógnum, sem eru frá óvinveittum löndum, sem eru til þess falnar að auka ótta og hræðslu, búa til óöryggi,“ segir Sigríður. Í nýrri skýslu samráðshóps þingmanna um varnarmál, kemur fram að beinar varnir íslands séu mjög takmarkaðar. Ef það kæmi til árásar á innviði landsins, hvernig myndir þú lýsa okkar viðbragðsgetu? „Ég held að í þessari þingmannaskýrslu, þá er svolítið verið að horfa á ytri ógnir. Á meðan við búum svo vel að eiga almannavarnakerfið, sem tekur í rauninni á öllu, líka hernaðarógn.“ „Við erum auðvitað þrautreynd í að nýta það, sama hvaða vá ber að höndum. Hvort sem það eru bara til dæmis netárásir, þá er það almannavarnakerfið sem grípur, sem er í raun aðferðafræði okkar til að vinna saman.“ „Við erum með viðbúnað, klárlega, við höfum æft og nýtt okkur dróna, og það má ekki gleyma því að við erum mjög vakandi yfir örygginu á flugvellinum, og höfum hækkað vástig þegar ástæða þykir.“ Sigríður tekur það einnig fram að ekkert bendi til þess á þessu stigi að það sé eitthvað í gangi hér á landi, en þau séu hins vegar mjög vakandi. Hér á landi sé búnaður sem geti borið kennsl á stóran hluta af þeim drónum sem eru í umferð, og það séu ýmsar aðferðir til að ná niður drónum. „Eitt af því eru tíðnitruflanir, við erum ekki með mikla tækni eða getu þar, en við erum auðvitað með sérstök skotvopn, og sérstök skot sem yrðu þá notuð, og erum með fólk sem er þrautþjálfað, og hefur verið að þjálfa með öðrum sveitum á Norðurlöndunum.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Sigríður var einnig í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um sama mál og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan:
Danmörk Öryggis- og varnarmál Lögreglan Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira