Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. september 2025 13:52 Vegurinn fór í sundur á fimmtíu metra kafla. Vegagerðin Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á. Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn fór í sundur í gær á 50 metra kafla vegna gífurlegar vatnavaxta sem fylgdu fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir í gær. Varnargarðurinn við veginn fór einnig í sundur á um 100 metra kafla og var hringveginum lokað frá Höfn í Hornafirði og að Djúpavogi. Allt á fullu Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að klukkan fimm í dag verði þeim bílum sem eru á staðnum hleypt yfir í fylgd en unnið áfram til klukkan sjö til að ganga frá bráðabirgðaviðgerð þannig að umferðin geti farið um veginn. Vegurinn verður alveg opinn frá og með klukkan sjö Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið og að allt sé á fullu. „Hér eru alveg allir verktakar af okkar svæði eru hér á fullu og fullt af gröfum og vörubílum og búkollum og alls konar tæki og tól,“ segir hann. Vegurinn fór einnig í sundur á svipuðum slóðum síðast vetur vegna vatnavaxta. Til stóð að bæta varnargarðinn á umræddum slóðum en ekki var ráðist í það. Gauti segir að nú verði varnargarðurinn loks bættur. Vinnu haldið áfram á morgun Er hægt að segja eitthvað hvernig viðbætur er um að ræða? „Nei, það verður bara að koma í ljós en við erum að bæta við og lengja þennan garð allavega til að byrja með, því það er spáð aftur úrkomu á mánudaginn,“ segir Gauti. Enn sé töluvert af vatni í ánni þó það sé mikið gengið niður. „Það er bara vinnufriður, fallegt veður eins og er alltaf hér í Lóni og þurrt og gott veður,“ sagði Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi. Á morgun verður vinnu haldið áfram og því má búast við að tafir geti orðið samkvæmt Vegagerðinni. Umferðin ætti þó að mestu að ganga greitt fyrir sig um það sem þá verður vinnusvæði. Vatnið í Jökulsánni sjatnaði töluvert hratt i nótt og í morgun þannig að aðstæður til að athafna sig á staðnum voru betri en búast mátti við, að sögn Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn fór í sundur í gær á 50 metra kafla vegna gífurlegar vatnavaxta sem fylgdu fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir í gær. Varnargarðurinn við veginn fór einnig í sundur á um 100 metra kafla og var hringveginum lokað frá Höfn í Hornafirði og að Djúpavogi. Allt á fullu Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að klukkan fimm í dag verði þeim bílum sem eru á staðnum hleypt yfir í fylgd en unnið áfram til klukkan sjö til að ganga frá bráðabirgðaviðgerð þannig að umferðin geti farið um veginn. Vegurinn verður alveg opinn frá og með klukkan sjö Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið og að allt sé á fullu. „Hér eru alveg allir verktakar af okkar svæði eru hér á fullu og fullt af gröfum og vörubílum og búkollum og alls konar tæki og tól,“ segir hann. Vegurinn fór einnig í sundur á svipuðum slóðum síðast vetur vegna vatnavaxta. Til stóð að bæta varnargarðinn á umræddum slóðum en ekki var ráðist í það. Gauti segir að nú verði varnargarðurinn loks bættur. Vinnu haldið áfram á morgun Er hægt að segja eitthvað hvernig viðbætur er um að ræða? „Nei, það verður bara að koma í ljós en við erum að bæta við og lengja þennan garð allavega til að byrja með, því það er spáð aftur úrkomu á mánudaginn,“ segir Gauti. Enn sé töluvert af vatni í ánni þó það sé mikið gengið niður. „Það er bara vinnufriður, fallegt veður eins og er alltaf hér í Lóni og þurrt og gott veður,“ sagði Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi. Á morgun verður vinnu haldið áfram og því má búast við að tafir geti orðið samkvæmt Vegagerðinni. Umferðin ætti þó að mestu að ganga greitt fyrir sig um það sem þá verður vinnusvæði. Vatnið í Jökulsánni sjatnaði töluvert hratt i nótt og í morgun þannig að aðstæður til að athafna sig á staðnum voru betri en búast mátti við, að sögn Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira