Veður

All­hvass vindur sunnan- og vestan­lands og rigning

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu átta til þrettán stig í dag.
Hiti á landinu verður á bilinu átta til þrettán stig í dag. Vísir/Anton Brink

Núna í morgunsárið er suðaustan allhvass eða hvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning en hægari vindur og þurrt að kalla norðaustantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að á Suðausturlandi og Austfjörðum megi búast við talsverðri úrkomu um tíma. Það verður sunnan fimm til tíu metrar á sekúndu og skúrir eftir hádegi en rigning suðaustantil fram á kvöld.

Hiti á landinu verður á bilinu átta til þrettán stig í dag.

„Á morgun bætir aftur í vind, víða 10-15 m/s og skúrir eða rigning með köflum en úrkomulítið á Norðausturlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 5-15 m/s, hvassast við vestast. Rigning eða súld, en skýjað að mestu og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti víða 8 til 14 stig.

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast við suðaustur- og austurströndina. Rigning, sums staðar talsverð á suðaustanverðu landinu, en styttir að mestu upp norðaustanlands seinnipartinn. Hiti 7 til 12 stig.

Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með skúrum sunnan- og vestanlands en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 5 til 11 stig.

Á föstudag: Austlæg átt og rigning, en að mestu þurrt norðvestantil. Hiti 5 til 10 stig.

Á laugardag: Útlit norðlæga átt með rigningu og kólnandi veðri, en að mestu bjart og milt sunnantil.

Á sunnudag: Líklega vaxandi suðaustanátt og bjartviðri, en víða rigning seinnipartinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×