Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 14:33 Ólafur Kristjánsson er einn reyndasti þjálfari landsins. vísir/sigurjón Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson færir sig um set í Laugardalnum eftir tímabilið. Hann hættir sem þjálfari kvennaliðs Þróttar og tekur við starfi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Ólafur segir að það hafi verið erfitt að ákveða að hætta hjá Þrótti en starfið hjá KSÍ hafi verið of heillandi til að hafna því. „Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49
Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29