Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 12:00 Robin Olsen ætlar ekki að spila fleiri landsleiki fyrir Jon Dahl Tomasson. Getty/Armando Babani Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira