Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 18:05 Mynd úr safni. Franski sjóherinn hefur farið um borð í olíuskip og grunar að þaðan hafi drónarnir komið sem hafa hrellt Dani síðustu vikur. Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni.
Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“