Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 23:43 Margrét Hrefna Pétursdóttir Facebook Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu. Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco. Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco.
Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira