Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 06:32 Knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og er miður sín vegna málsins. @anna.zings Hesturinn Glaður frá Kálfhóli féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í sumar og góður árangurs hans hefur verið felldur úr gildi. Knapinn er miður sín vegna málsins en sleppur við bann. Á mótinu voru framkvæmdar handahófskenndar lyfjaprófanir í samræmi við reglur FEI um lyfjanotkun í hrossum. Rannsóknarstofa FEI, greindi Cannabidiolicsýru (CBDA) í blóðsýni úr hestinum Glað. Eiðfaxi segir frá. Austurríski knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og náðu þau öðru sæti í tölti með einkunnina 8,39. Í frétt á heimasíðu FEIF um málið kemur fram að þar sem þetta var fyrsta brot og aðeins um er að ræða eitt lyf úr flokki þeirra sem ekki eru talin árangursaukandi, valdi Anna Lisa að málið ekki lengra. Það hefur í för með sér að allur árangur af viðkomandi móti er felldur niður en ekkert keppnisbann fylgir. View this post on Instagram A post shared by Anna Lisa Zingsheim (@anna.zings) Alltaf mjög varkár Í samtali við Eiðfaxa sagði Anna Lisa að niðurstaða lyfjaprófsins hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Ég fékk tilkynninguna þann 11. september og las skilaboðin mörgum sinnum, því ég gat ekki trúað þessu,“ sagði Anna Lísa. „Ég er alltaf mjög varkár með það hvað ég gef hestinum mínum, því maður er alltaf hræddur við að eitthvað svona geti gerst og ólögleg lyf leynist í fóðri eða öðru sem maður notar dags daglega, án þess að maður viti af því,“ sagði Anna Lísa. Fann ekkert sem gæti útskýrt þetta Hún athugaði allar vörurnar sem ég notaði og fóðrið, en fann ekkert sem gæti útskýrt þetta. Anna kannaði möguleikann á því að leita réttar síns en að hennar mati voru möguleikar hennar því afar takmarkaðir. „Ég hafði tvo kosti: annaðhvort að samþykkja niðurstöðuna, sætta mig við að árangur minn yrði þurrkaður út og greiða sekt, eða að óska eftir að annað sýni yrði prófað. Ef það hins vegar hefði reynst líka jákvætt hefði ég staðið frammi fyrir miklu hærri kostnaði og hugsanlegu keppnisbanni. Í ljósi þess að FEIF var ekki tilbúið að hjálpa mér að rannsaka hvort þessi efni gætu hugsanlega komið úr hálmundirburðinum fannst mér ég knúinn til að velja fyrri kostinn,“ sagði Anna Lísa. Mjög sár Anna Lisa segist vera mjög sár yfir niðurstöðunni og áhrifunum sem hún hefur haft. „Ég er mjög stolt af hestinum mínum og öllu sem við áorkuðum á heimsmeistaramótinu. Það er mjög sárt að missa þann árangur á þennan hátt. Mér líður að einhverju leyti eins og ég sé talin glæpamaður. Ég hef aldrei áður fundið fyrir jafn miklu hjálparleysi. Mér fannst skorta á mannúð og samkennd í ferlinu af hendi FEIF, og mér fannst ég ekki fá raunverulegt tækifæri til að skýra málið og hreinsa mig af ásökunum,“ sagði Anna. Hestaíþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira
Á mótinu voru framkvæmdar handahófskenndar lyfjaprófanir í samræmi við reglur FEI um lyfjanotkun í hrossum. Rannsóknarstofa FEI, greindi Cannabidiolicsýru (CBDA) í blóðsýni úr hestinum Glað. Eiðfaxi segir frá. Austurríski knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og náðu þau öðru sæti í tölti með einkunnina 8,39. Í frétt á heimasíðu FEIF um málið kemur fram að þar sem þetta var fyrsta brot og aðeins um er að ræða eitt lyf úr flokki þeirra sem ekki eru talin árangursaukandi, valdi Anna Lisa að málið ekki lengra. Það hefur í för með sér að allur árangur af viðkomandi móti er felldur niður en ekkert keppnisbann fylgir. View this post on Instagram A post shared by Anna Lisa Zingsheim (@anna.zings) Alltaf mjög varkár Í samtali við Eiðfaxa sagði Anna Lisa að niðurstaða lyfjaprófsins hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Ég fékk tilkynninguna þann 11. september og las skilaboðin mörgum sinnum, því ég gat ekki trúað þessu,“ sagði Anna Lísa. „Ég er alltaf mjög varkár með það hvað ég gef hestinum mínum, því maður er alltaf hræddur við að eitthvað svona geti gerst og ólögleg lyf leynist í fóðri eða öðru sem maður notar dags daglega, án þess að maður viti af því,“ sagði Anna Lísa. Fann ekkert sem gæti útskýrt þetta Hún athugaði allar vörurnar sem ég notaði og fóðrið, en fann ekkert sem gæti útskýrt þetta. Anna kannaði möguleikann á því að leita réttar síns en að hennar mati voru möguleikar hennar því afar takmarkaðir. „Ég hafði tvo kosti: annaðhvort að samþykkja niðurstöðuna, sætta mig við að árangur minn yrði þurrkaður út og greiða sekt, eða að óska eftir að annað sýni yrði prófað. Ef það hins vegar hefði reynst líka jákvætt hefði ég staðið frammi fyrir miklu hærri kostnaði og hugsanlegu keppnisbanni. Í ljósi þess að FEIF var ekki tilbúið að hjálpa mér að rannsaka hvort þessi efni gætu hugsanlega komið úr hálmundirburðinum fannst mér ég knúinn til að velja fyrri kostinn,“ sagði Anna Lísa. Mjög sár Anna Lisa segist vera mjög sár yfir niðurstöðunni og áhrifunum sem hún hefur haft. „Ég er mjög stolt af hestinum mínum og öllu sem við áorkuðum á heimsmeistaramótinu. Það er mjög sárt að missa þann árangur á þennan hátt. Mér líður að einhverju leyti eins og ég sé talin glæpamaður. Ég hef aldrei áður fundið fyrir jafn miklu hjálparleysi. Mér fannst skorta á mannúð og samkennd í ferlinu af hendi FEIF, og mér fannst ég ekki fá raunverulegt tækifæri til að skýra málið og hreinsa mig af ásökunum,“ sagði Anna.
Hestaíþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira