Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2025 07:16 Margir bíða nú með eftirvæntingu eftir svörum frá Hamas. Gangi samtökin að áætlun Bandaríkjamanna mun það marka tímamót í sögu Gasa en segi þau nei, mun hernaður á svæðinu halda ótrauður áfram. Getty/Sean Gallup Heimildarmaður sem þekkir til innan Hamas segir kröfur um að samtökin afvopnist eina af ástæðum þess að ekki hafi verið gengið til samninga um stöðvun átaka á Gasa. Beðið er eftir formlegum svörum frá Hamas um friðaráætlun Bandaríkjamanna, sem kveður meðal annars á um að samtökin afsali sér völdum á svæðinu og leggi niður vopn. Hamas liðar eru sagðir óviljugir til að samþykkja þetta, sérstaklega á meðan ekkert er fast í hendi varðandi hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Áætlun Bandaríkjamanna felur í sér að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn á Gasa en að yfirráðum yfir svæðinu verði í fyllingu tímans komið í hendur heimastjórnar Palestínumanna, þegar gripið hefur verið til nauðsynlegra breytinga og gengið til kosninga. Ekkert er minnst á sjálfstæða Palestínu í áætluninni. Fyrr í þessari viku gaf Donald Trump Bandaríkjaforseti Hamas „þrjá til fjóra daga“ til að ganga að samkomulaginu, ella hefðu þeir verra af. Samtökin standa þannig frammi fyrir því að ef þau gangast ekki undir samkomulagið, haldi Ísraelsmenn ótrauðir áfram hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hamas liðar eru einnig sagðir setja það fyrir sig að þrátt fyrir að kveðið sé á um að Ísrael innlimi ekki Gasa, sé óljóst hvenær Ísraelsher verður gert að draga sig frá svæðinu. Guardian hefur eftir Michael Milshtein, sérfræðingini við Tel Aviv háskóla, að það muni verða sérstaklega erfitt fyrir samtökin að leggja niður vopn, þar sem vopnuð barátta sé stór partur af sjálfsmynd liðsmanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Beðið er eftir formlegum svörum frá Hamas um friðaráætlun Bandaríkjamanna, sem kveður meðal annars á um að samtökin afsali sér völdum á svæðinu og leggi niður vopn. Hamas liðar eru sagðir óviljugir til að samþykkja þetta, sérstaklega á meðan ekkert er fast í hendi varðandi hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Áætlun Bandaríkjamanna felur í sér að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn á Gasa en að yfirráðum yfir svæðinu verði í fyllingu tímans komið í hendur heimastjórnar Palestínumanna, þegar gripið hefur verið til nauðsynlegra breytinga og gengið til kosninga. Ekkert er minnst á sjálfstæða Palestínu í áætluninni. Fyrr í þessari viku gaf Donald Trump Bandaríkjaforseti Hamas „þrjá til fjóra daga“ til að ganga að samkomulaginu, ella hefðu þeir verra af. Samtökin standa þannig frammi fyrir því að ef þau gangast ekki undir samkomulagið, haldi Ísraelsmenn ótrauðir áfram hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hamas liðar eru einnig sagðir setja það fyrir sig að þrátt fyrir að kveðið sé á um að Ísrael innlimi ekki Gasa, sé óljóst hvenær Ísraelsher verður gert að draga sig frá svæðinu. Guardian hefur eftir Michael Milshtein, sérfræðingini við Tel Aviv háskóla, að það muni verða sérstaklega erfitt fyrir samtökin að leggja niður vopn, þar sem vopnuð barátta sé stór partur af sjálfsmynd liðsmanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“