Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2025 13:40 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur segir að vel sé mögulegt að gjósi á næstu dögum en mikilvægast sé að vera undir það búinn. Vísir/Arnar Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12
Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02
Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28