Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2025 15:06 Lögregla kannar aðstæður á vettvangi. Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega. „Ætli ég hafi ekki flogið svona fjóra metra í stólnum áður en ég lenti út í horni,“ segir Jóhann oftast þekktur sem Jói í Pitstop. Hann þakkar fyrir að hafa ekki slasast alvarlega. „Ég er marinn og bólginn en það er allt í lagi. Þetta var rosalegt, ég flaug bara upp úr stólnum, sat þarna við gluggann þegar hann keyrði inn.“ „Ég var nýsestur, í tölvunni að ganga frá dekkjapöntunum og dóti og heyri þá þessi svakalegu læti, þar til ég stend allt í einu bara út í horni, það var ofn þarna á veggnum og hann braut hann í tvennt og henti honum á mig,“ segir Jói sem segir mildi að enginn hafi slasast alvarlega. Bílstjórinn er á tíræðisaldri og er til skoðunar á heilbrigðisstofnun með minniháttar áverka að sögn Jóa. Hann segist vongóður um að tryggingar muni dekka tjónið, sem ljóst er að sé mikið. „Tölvukerfin og skrifborðin, þetta muldist allt niður. Skjáirnir og allt saman, þannig þetta er mikil tjón. Þetta kemur í ljós,“ segir Jói sem var í óðaönn að gera við verkstæðið þegar Vísir náði af honum tali. Hann segir stefnt að því að opna verkstæðið aftur innan skamms. „Við opnum á eftir. Við erum að ganga frá þessu núna og stilla þessu öllu upp saman aftur.“ Eyðileggingin var töluverð eftir óhappið. Árborg Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Ætli ég hafi ekki flogið svona fjóra metra í stólnum áður en ég lenti út í horni,“ segir Jóhann oftast þekktur sem Jói í Pitstop. Hann þakkar fyrir að hafa ekki slasast alvarlega. „Ég er marinn og bólginn en það er allt í lagi. Þetta var rosalegt, ég flaug bara upp úr stólnum, sat þarna við gluggann þegar hann keyrði inn.“ „Ég var nýsestur, í tölvunni að ganga frá dekkjapöntunum og dóti og heyri þá þessi svakalegu læti, þar til ég stend allt í einu bara út í horni, það var ofn þarna á veggnum og hann braut hann í tvennt og henti honum á mig,“ segir Jói sem segir mildi að enginn hafi slasast alvarlega. Bílstjórinn er á tíræðisaldri og er til skoðunar á heilbrigðisstofnun með minniháttar áverka að sögn Jóa. Hann segist vongóður um að tryggingar muni dekka tjónið, sem ljóst er að sé mikið. „Tölvukerfin og skrifborðin, þetta muldist allt niður. Skjáirnir og allt saman, þannig þetta er mikil tjón. Þetta kemur í ljós,“ segir Jói sem var í óðaönn að gera við verkstæðið þegar Vísir náði af honum tali. Hann segir stefnt að því að opna verkstæðið aftur innan skamms. „Við opnum á eftir. Við erum að ganga frá þessu núna og stilla þessu öllu upp saman aftur.“ Eyðileggingin var töluverð eftir óhappið.
Árborg Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira