Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Lovísa Arnardóttir skrifar 6. október 2025 07:32 Logn hjá Rauðu regnhlífinni segir miður að lögregla hafi ákveðið að ákæra konurnar fyrir auglýsinguna. Seljendum sé frekar refsað en kaupendum í „sænsku leiðinni“. Vísir/Vilhelm og Viktor Freyr Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi. Skarphéðinn Aðalsteinsson, yfirmaður rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir það lögbrot að auglýsa vændi og því hafi konurnar verið ákærðar. „Málið er komið fyrir dóm. Einfalda svarið er að þarna voru höfð afskipti af tveimur konum sem auglýstu mögulegt vændi og það er brot á 7. málsgrein 206. greinar almennra hegningarlaga,“ segir hann. Samkvæmt málsgreininni er það brot að auglýsa, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu. Refsing getur verið sekt eða fangelsi allt að sex mánuðum. Ákæran á hendur konunum var birt í Lögbirtingablaðinu og kemur fram í henni að lögregla hafi lagt hald á 29 þúsund krónur sem hún telur hluta af ávinningi fyrir brotastarfsemi. Skarphéðinn segir konurnar hafa verið neyddar til að taka auglýsinguna niður og hafi verið sektaðar fyrir birtingu. „Það voru ekki í þessu máli höfð nein afskipti af vændiskaupendum en það var rökstuddur grunur um að þessi peningur sem haldlagður var hefði verið ávinningur af slíkri brotastarfsemi.“ Hann gat ekki svarað því hvort að lögregla hefði sérstaklega rannsakað kaupendur í þessu máli en segir niðurstöðu rannsóknar hafa verið þá að enginn kaupandi var ákærður þrátt fyrir rökstuddan grun um vændiskaup. Harma að konurnar hafi verið ákærðar Félagasamtök kynlífsverkafólks á Íslandi, Rauða regnhlífin, harma í yfirlýsingu að konurnar hafi verið sektaðar og ákærðar. Sænska leiðin svokallaða, sem heimilar sölu vændis, en ekki kaup og auglýsingu þess, geri það að verkum að þeim sé refsað sem lögin samt sem áður kalli þolendur ofbeldis. „Það á ekki að teljast eðlilegt að konur séu að hljóta refsingu fyrir það að auglýsa þjónustu sem á að vera „lögleg“ fyrir þær að selja. Hvort sem um er að ræða þolendur vændis eða kynlífsverkafólk þá verndar það engan jaðarsettan einstakling að fá launin sín gerð upptæk eða fá á sig kæru, sekt eða fangelsisvist,“ segir í yfirlýsingu samtakanna sem fordæma jafnframt hvernig löggjöf um vændi er háttað á Íslandi. Sænska leiðin svokallaða var lögfest á Íslandi árið 2009. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að kaup á vændi séu refsiverð og sömuleiðis að hafa atvinnu af vændi annarra. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa vændi. Í lögunum er einnig fjallað sérstaklega um vændi og ginningu barna í vændi og refsingar þess. Kynlífsverkafólk og þolendur í erfiðri stöðu Logn hjá Rauðu Regnhlífinni segir að eins og lögin virka í dag virðist þau frekar virka þannig að seljendum sé refsað frekar en kaupendum. „Hvort sem það er með sekt eða kæru fyrir að auglýsa eða fyrir að vinna úr sama rými, og svo auðvitað að gera launin þeirra upptæk. Það setur seljendur í erfiða og hættulega stöðu því þá er þeim ýtt í aðstæður þar sem þau þurfa að hitta fleiri kúnna til þess að vinna upp tekjumissi, og eru þá líklegri til þess að taka á móti kúnnum sem standast ekki áhættumat,“ segir hán. Þá segir hán kynlífsverkafólk upplifa það að kærur sem það leggi fram hjá lögreglu séu ekki teknar alvarlega. „Við höldum að það sé vegna þess hvernig sænska leiðin túlkar alla sölu og kaup sem ofbeldi, og hvernig áherslan er á því að taka kúnna eingöngu fyrir kaup frekar en fyrir kynferðisofbeldisbrot. Það virðist líka ríkja grundvallarmisskilningur um það að kynlífsverkafólk annaðhvort geti ekki veitt samþykki eða að það að vera að selja þýði sjálfkrafa að samþykki sé veitt fyrir öllu alltaf.“ Kynlífsverkafólk hrætt að eiga samskipti við lögreglu Hán telur þörf á að breyta þessu, og lögunum. „Sænska leiðin tekur sjálfsákvörðunarréttinn algjörlega af seljendum og flokkar öll kynferðisleg samskipti milli seljanda og kaupanda sem ofbeldisatvik, burtséð frá því hvort seljandi veitir samþykki í aðstæðunum eða ekki, sem er alvarlegt mannréttindabrot að okkar mati,“ segir hán. Samtökin halda næstu mánaðamót ráðstefnu þar sem fjallað verður um þetta og lögð áhersla á hvaða áhrif lögin hafa á seljendur og þolendur vændis. „Kynlífsverkafólk og þolendur vændis sem við erum í samskiptum við eru upp til hópa mjög hrædd við að eiga samskipti við lögregluna. Það er eitthvað sem þarf að breytast því kynlífsverkafólk og þolendur vændis þurfa að geta tilkynnt brot gegn sér og finna að þeim, og því, sé tekið alvarlega. Fyrsta skrefið okkar í því ferli var að bjóða landssambandi lögreglumanna á ráðstefnuna okkar 1. nóvember.“ Vændi Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi. 22. maí 2025 13:02 „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Afleiðingar vændis eru miklu alvarlegri en afleiðingar annars kynferðisofbeldis og lengur að koma fram. Vændi er falið vandamál í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri herferð Stígamóta þar sem bæði er vakin athygli á algengi vændis og afleiðingum þess. 13. desember 2024 08:46 Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ 13. júní 2024 15:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Skarphéðinn Aðalsteinsson, yfirmaður rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir það lögbrot að auglýsa vændi og því hafi konurnar verið ákærðar. „Málið er komið fyrir dóm. Einfalda svarið er að þarna voru höfð afskipti af tveimur konum sem auglýstu mögulegt vændi og það er brot á 7. málsgrein 206. greinar almennra hegningarlaga,“ segir hann. Samkvæmt málsgreininni er það brot að auglýsa, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu. Refsing getur verið sekt eða fangelsi allt að sex mánuðum. Ákæran á hendur konunum var birt í Lögbirtingablaðinu og kemur fram í henni að lögregla hafi lagt hald á 29 þúsund krónur sem hún telur hluta af ávinningi fyrir brotastarfsemi. Skarphéðinn segir konurnar hafa verið neyddar til að taka auglýsinguna niður og hafi verið sektaðar fyrir birtingu. „Það voru ekki í þessu máli höfð nein afskipti af vændiskaupendum en það var rökstuddur grunur um að þessi peningur sem haldlagður var hefði verið ávinningur af slíkri brotastarfsemi.“ Hann gat ekki svarað því hvort að lögregla hefði sérstaklega rannsakað kaupendur í þessu máli en segir niðurstöðu rannsóknar hafa verið þá að enginn kaupandi var ákærður þrátt fyrir rökstuddan grun um vændiskaup. Harma að konurnar hafi verið ákærðar Félagasamtök kynlífsverkafólks á Íslandi, Rauða regnhlífin, harma í yfirlýsingu að konurnar hafi verið sektaðar og ákærðar. Sænska leiðin svokallaða, sem heimilar sölu vændis, en ekki kaup og auglýsingu þess, geri það að verkum að þeim sé refsað sem lögin samt sem áður kalli þolendur ofbeldis. „Það á ekki að teljast eðlilegt að konur séu að hljóta refsingu fyrir það að auglýsa þjónustu sem á að vera „lögleg“ fyrir þær að selja. Hvort sem um er að ræða þolendur vændis eða kynlífsverkafólk þá verndar það engan jaðarsettan einstakling að fá launin sín gerð upptæk eða fá á sig kæru, sekt eða fangelsisvist,“ segir í yfirlýsingu samtakanna sem fordæma jafnframt hvernig löggjöf um vændi er háttað á Íslandi. Sænska leiðin svokallaða var lögfest á Íslandi árið 2009. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að kaup á vændi séu refsiverð og sömuleiðis að hafa atvinnu af vændi annarra. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa vændi. Í lögunum er einnig fjallað sérstaklega um vændi og ginningu barna í vændi og refsingar þess. Kynlífsverkafólk og þolendur í erfiðri stöðu Logn hjá Rauðu Regnhlífinni segir að eins og lögin virka í dag virðist þau frekar virka þannig að seljendum sé refsað frekar en kaupendum. „Hvort sem það er með sekt eða kæru fyrir að auglýsa eða fyrir að vinna úr sama rými, og svo auðvitað að gera launin þeirra upptæk. Það setur seljendur í erfiða og hættulega stöðu því þá er þeim ýtt í aðstæður þar sem þau þurfa að hitta fleiri kúnna til þess að vinna upp tekjumissi, og eru þá líklegri til þess að taka á móti kúnnum sem standast ekki áhættumat,“ segir hán. Þá segir hán kynlífsverkafólk upplifa það að kærur sem það leggi fram hjá lögreglu séu ekki teknar alvarlega. „Við höldum að það sé vegna þess hvernig sænska leiðin túlkar alla sölu og kaup sem ofbeldi, og hvernig áherslan er á því að taka kúnna eingöngu fyrir kaup frekar en fyrir kynferðisofbeldisbrot. Það virðist líka ríkja grundvallarmisskilningur um það að kynlífsverkafólk annaðhvort geti ekki veitt samþykki eða að það að vera að selja þýði sjálfkrafa að samþykki sé veitt fyrir öllu alltaf.“ Kynlífsverkafólk hrætt að eiga samskipti við lögreglu Hán telur þörf á að breyta þessu, og lögunum. „Sænska leiðin tekur sjálfsákvörðunarréttinn algjörlega af seljendum og flokkar öll kynferðisleg samskipti milli seljanda og kaupanda sem ofbeldisatvik, burtséð frá því hvort seljandi veitir samþykki í aðstæðunum eða ekki, sem er alvarlegt mannréttindabrot að okkar mati,“ segir hán. Samtökin halda næstu mánaðamót ráðstefnu þar sem fjallað verður um þetta og lögð áhersla á hvaða áhrif lögin hafa á seljendur og þolendur vændis. „Kynlífsverkafólk og þolendur vændis sem við erum í samskiptum við eru upp til hópa mjög hrædd við að eiga samskipti við lögregluna. Það er eitthvað sem þarf að breytast því kynlífsverkafólk og þolendur vændis þurfa að geta tilkynnt brot gegn sér og finna að þeim, og því, sé tekið alvarlega. Fyrsta skrefið okkar í því ferli var að bjóða landssambandi lögreglumanna á ráðstefnuna okkar 1. nóvember.“
Vændi Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi. 22. maí 2025 13:02 „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Afleiðingar vændis eru miklu alvarlegri en afleiðingar annars kynferðisofbeldis og lengur að koma fram. Vændi er falið vandamál í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri herferð Stígamóta þar sem bæði er vakin athygli á algengi vændis og afleiðingum þess. 13. desember 2024 08:46 Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ 13. júní 2024 15:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi. 22. maí 2025 13:02
„Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Afleiðingar vændis eru miklu alvarlegri en afleiðingar annars kynferðisofbeldis og lengur að koma fram. Vændi er falið vandamál í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri herferð Stígamóta þar sem bæði er vakin athygli á algengi vændis og afleiðingum þess. 13. desember 2024 08:46
Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ 13. júní 2024 15:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum