Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar 6. október 2025 12:31 Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun