Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2025 17:01 Kristján Freyr (uppi til hægri) var innblásinn af skoðanagrein Sigurð Bond (uppi til vinstri) um Auðunn Blöndal og skrifaði keimlíka grein um Dr. Gunna. Vísir/Vilhelm/Aðsend Kristján Freyr Halldórsson skrifaði í dag afmælisgrein til heiðurs Dr. Gunna en textinn er nánast allur stolinn úr afmælisgrein sem Sigurður Bond skrifaði um Auðunn Blöndal. Kristján segist hafa verið innblásinn af Sigurði og muni leita til Hannesar Hólmsteins verði hann sakaður um ritstuld. Sigurður Gísli Bond Snorrason, samfélagsrýnir og fyrrverandi fótboltamaður, skrifaði greinina „Til þeirra sem fagna“ á Vísi þann 8. júlí síðastliðinn í tilefni af 45 ára afmæli Auðunns Blöndal, fjölmiðlamanns og skemmtikrafts. Í greininni velti Sigurður því fyrir sér hversu áhrifamikill einn einstaklingur þyrfti að vera til að ártal væri miðað við fæðingu viðkomandi og notaði Jesú Krist til samanburðar. Sigurður Gísli spilaði fyrir Aftureldingu á fótboltaferli sínum.Hafliði Breiðfjörð „Auðunn Blöndal á afmæli í dag og er 45 ára. Fáir á Íslandi hafa haft jafn mikil áhrif á mína kynslóð og Auðunn Blöndal. Hann hefur fylgt manni frá aldamótum og áhrifin leyna sér ekki. Fólk talar saman í frösum sem Auðunn Blöndal hefur skapað og þegar einhver vitnar í gamalt atriði eða atvik vita allir hvað er átt við,“ skrifaði Sigurður í greininni. Þess vegna hefði Sigurður sjálfur haldið upp á afmæli Auðuns síðustu ár og tekið upp nýtt tímatal tengt fæðingu Auðuns Blöndal. Árið í ár væri þannig „45 E.AB (eftir Auðunn Blöndal)“. Hann endar síðan greinina á þessum orðum: „Góðan daginn Auðunn Blöndal og til hamingju með afmælið. Gleðilegt nýtt ár til þeirra sem fagna. Auðunn Blöndal, og dalurinn hristist.“ Auðunn Blöndal með vini sínum.Anton Brink „Við erum glöðustu hundar í heimi!“ Greinin vakti mikla athygli á sínum tíma og var vel lesinn. En í dag, 88 dögum síðar, birtist önnur skoðanagrein: „Til þeirra sem fagna Doktornum“ eftir Kristján Frey Halldórsson, trommara og textasmið. Titillinn er sá sami nema að viðbættum „Doktornum“ sem er vísun í Dr. Gunna, listamannsnafn Gunnars Lárusar Hjálmarssonar. Dr. Gunni er poppfræðingur og starfsmaður Þjóðskrár. Greinin er síðan algjör eftiröpun á grein Sigurðar nema allt það sem viðkemur Auðunni Blöndal er skipt út fyrir Dr. Gunna og hans verk samanber eftirfarandi textabút: „Gunnar Lárus Hjálmarsson á afmæli í dag og er 60 ára. Fáir á Íslandi hafa haft jafn mikil áhrif á margar kynslóðir og Gunnar, eða Dr. Gunni eins og hann er kallaður. Hann hefur fylgt manni frá níunda áratugnum og áhrifin leyna sér ekki. Fólk talar saman í lagatextum og frösum sem Doktorinn hefur skapað og þegar einhver vitnar í algjöra þögn, aumingja með Bónuspoka eða prumpufólkið þá vita allir hvað er átt við.“ Síðan skrifar Kristján um að hann haldi upp á afmæli Gunnars ár hvert og árið í ár sé „60 e.drg (eftir Dr. Gunna)“. Loks hefur hann skipt út lokaorðunum um Auðunn fyrir þess: „Góðan daginn Gunnar Lárus og til hamingju með afmælið. Gleðilegt nýtt ár til ykkar, kæru lesendur sem fagna. Við erum glöðustu hundar í heimi!“ „Ég er tilbúinn ef fólk vill kæra mig fyrir ritstuld“ Blaðamaður heyrði hljóðið í Kristjáni til að spyrja hann út í þennan óvenjulega gjörning og tilkomu hans. Kristján var ansi brattur og vígreifur. Þetta er skemmtileg grein, þú ert dálítið að stæla Sigurð Bond? „Þetta er mjög svipuð grein, já,“ segir Kristján sem segist hafa verið upprifinn af skrifum Sigurðar. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og tónlistarmaður.Vísir/Einar „Mér fannst þetta einhvern veginn passa. Talandi um einhverja kónga sem hafa skilið mikið eftir sig fyrir nútímamenningu fannst mér þetta passa,“ segir hann. Spurningar vakna um mögulegan ritstuld Kristjáns en óvíst er hvort höfundalög ná til skoðanagreina af þessu tagi. Kristján er þó reiðubúinn fyrir lagalegar deilur. „Ég er tilbúinn ef fólk vill kæra mig fyrir ritstuld, þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein Gissurarson, hann er mjög vel að sér í þessum fræðum. Það er ekkert mál ef þú ætlar að væna mig um slíkt,“ segir Kristján Freyr. Þú ert þá tilbúinn ef menn fara að æsa sig? „Já, algjörlega,“ segir hann og bætir við: „Ég er einmitt að stilla upp trommusettinu með Dr. Gunna og ætla að spila Prumpulagið.“ Hvað sagði hann um þetta? „Ég held að hann viti ekkert um þetta,“ segir Kristján og kvaddi svo blaðamann til að spila „Prumpulagið“. Tímamót Grín og gaman Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Sigurður Gísli Bond Snorrason, samfélagsrýnir og fyrrverandi fótboltamaður, skrifaði greinina „Til þeirra sem fagna“ á Vísi þann 8. júlí síðastliðinn í tilefni af 45 ára afmæli Auðunns Blöndal, fjölmiðlamanns og skemmtikrafts. Í greininni velti Sigurður því fyrir sér hversu áhrifamikill einn einstaklingur þyrfti að vera til að ártal væri miðað við fæðingu viðkomandi og notaði Jesú Krist til samanburðar. Sigurður Gísli spilaði fyrir Aftureldingu á fótboltaferli sínum.Hafliði Breiðfjörð „Auðunn Blöndal á afmæli í dag og er 45 ára. Fáir á Íslandi hafa haft jafn mikil áhrif á mína kynslóð og Auðunn Blöndal. Hann hefur fylgt manni frá aldamótum og áhrifin leyna sér ekki. Fólk talar saman í frösum sem Auðunn Blöndal hefur skapað og þegar einhver vitnar í gamalt atriði eða atvik vita allir hvað er átt við,“ skrifaði Sigurður í greininni. Þess vegna hefði Sigurður sjálfur haldið upp á afmæli Auðuns síðustu ár og tekið upp nýtt tímatal tengt fæðingu Auðuns Blöndal. Árið í ár væri þannig „45 E.AB (eftir Auðunn Blöndal)“. Hann endar síðan greinina á þessum orðum: „Góðan daginn Auðunn Blöndal og til hamingju með afmælið. Gleðilegt nýtt ár til þeirra sem fagna. Auðunn Blöndal, og dalurinn hristist.“ Auðunn Blöndal með vini sínum.Anton Brink „Við erum glöðustu hundar í heimi!“ Greinin vakti mikla athygli á sínum tíma og var vel lesinn. En í dag, 88 dögum síðar, birtist önnur skoðanagrein: „Til þeirra sem fagna Doktornum“ eftir Kristján Frey Halldórsson, trommara og textasmið. Titillinn er sá sami nema að viðbættum „Doktornum“ sem er vísun í Dr. Gunna, listamannsnafn Gunnars Lárusar Hjálmarssonar. Dr. Gunni er poppfræðingur og starfsmaður Þjóðskrár. Greinin er síðan algjör eftiröpun á grein Sigurðar nema allt það sem viðkemur Auðunni Blöndal er skipt út fyrir Dr. Gunna og hans verk samanber eftirfarandi textabút: „Gunnar Lárus Hjálmarsson á afmæli í dag og er 60 ára. Fáir á Íslandi hafa haft jafn mikil áhrif á margar kynslóðir og Gunnar, eða Dr. Gunni eins og hann er kallaður. Hann hefur fylgt manni frá níunda áratugnum og áhrifin leyna sér ekki. Fólk talar saman í lagatextum og frösum sem Doktorinn hefur skapað og þegar einhver vitnar í algjöra þögn, aumingja með Bónuspoka eða prumpufólkið þá vita allir hvað er átt við.“ Síðan skrifar Kristján um að hann haldi upp á afmæli Gunnars ár hvert og árið í ár sé „60 e.drg (eftir Dr. Gunna)“. Loks hefur hann skipt út lokaorðunum um Auðunn fyrir þess: „Góðan daginn Gunnar Lárus og til hamingju með afmælið. Gleðilegt nýtt ár til ykkar, kæru lesendur sem fagna. Við erum glöðustu hundar í heimi!“ „Ég er tilbúinn ef fólk vill kæra mig fyrir ritstuld“ Blaðamaður heyrði hljóðið í Kristjáni til að spyrja hann út í þennan óvenjulega gjörning og tilkomu hans. Kristján var ansi brattur og vígreifur. Þetta er skemmtileg grein, þú ert dálítið að stæla Sigurð Bond? „Þetta er mjög svipuð grein, já,“ segir Kristján sem segist hafa verið upprifinn af skrifum Sigurðar. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og tónlistarmaður.Vísir/Einar „Mér fannst þetta einhvern veginn passa. Talandi um einhverja kónga sem hafa skilið mikið eftir sig fyrir nútímamenningu fannst mér þetta passa,“ segir hann. Spurningar vakna um mögulegan ritstuld Kristjáns en óvíst er hvort höfundalög ná til skoðanagreina af þessu tagi. Kristján er þó reiðubúinn fyrir lagalegar deilur. „Ég er tilbúinn ef fólk vill kæra mig fyrir ritstuld, þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein Gissurarson, hann er mjög vel að sér í þessum fræðum. Það er ekkert mál ef þú ætlar að væna mig um slíkt,“ segir Kristján Freyr. Þú ert þá tilbúinn ef menn fara að æsa sig? „Já, algjörlega,“ segir hann og bætir við: „Ég er einmitt að stilla upp trommusettinu með Dr. Gunna og ætla að spila Prumpulagið.“ Hvað sagði hann um þetta? „Ég held að hann viti ekkert um þetta,“ segir Kristján og kvaddi svo blaðamann til að spila „Prumpulagið“.
Tímamót Grín og gaman Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira