Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 19:13 Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að breytingarnar sem snúa að mjólkurframleiðslu í drögum að nýjum búvörulögum hafi komið bændum í opna skjöldu. Vísir/lýður Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“ Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“
Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07