Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 14:32 TOMAS BROLIN fagnar marki sínu í sigri á Búlgaríu í leiknum um þriðja sætið á HM í Bandaríkjunum 1994. Getty/ALLSPORT Marco van Basten var ekki eina fótboltastjarna tíunda áratugarins sem hætti að spila fótbolta löngu fyrir þrítugt. Eftirminnilegur Svíi setti skóna líka óvenjulega snemma upp á hilluna. Þau sem fylgdust með heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Bandaríkjunum 1994 muna örugglega eftir Svíanum Tomas Brolin sem átti mikinn þátt í því að Svíar unnu brons á mótinu. Brolin gerði margt á sínum fótboltaferli en það átta sig kannski ekki allir á því að fótboltaferlinum hans lauk mjög snemma. Í basli með að hugsa um sjálfan mig Fótboltaskórnir fóru upp á hillu hjá Brolin árið 1998 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Brolin segist aldrei hafa langað til að snúa aftur í fótboltann. Það hafi þannig verið algjörlega útilokað fyrir hann að gerast þjálfari eftir að hann hætti að spila. „Ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig,“ sagði nú hinn 55 ára gamli Tomas Brolin í viðtali við Gazzetta dello Sport. “Quedé cuarto en el Balón de Oro y me retiré para vender aspiradoras”: el jugador que se retiró porque se cansó de entrenar todos los díashttps://t.co/ifmRS5gjaX— El Colombiano (@elcolombiano) October 8, 2025 Það þekkja líka margir til hans á Ítalíu þar sem hann spilaði bestu ár ferilsins með Parma. Á tiltölulega fáum tímabilum náði hann að vinna brons á HM og EM með sænska landsliðnu auk þess að vinna Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn með Parma. Ryksuguhugmyndin Nú býr hann með eiginkonu sinni, Marielle Brolin, í húsi þeirra í Sigtuna. Í viðtali við ítalska íþróttablaðið útskýrir hann að ryksugur hafi heillað meira en fótbolti. „Ég var satt að segja orðinn þreyttur á að æfa á hverjum degi og var með önnur verkefni á sveimi í huganum. Maður kom til mín. Hann var undarlegur karakter og uppfinningamaður. Hann stakk upp á nýrri ryksuguhugmynd sinni,“ sagði Tomas Brolin. Þegar hann er spurður hvort hann hafi nokkurn tíma íhugað að snúa aftur í fótboltann er hann afdráttarlaus. „Aldrei. Lífið er of stutt til að gera leiðinlega hluti. Ég geri ekki hluti sem mér líkar ekki. Ég vil alltaf leita að nýrri reynslu og forðast þannig leiða. Í dag sel ég ryksugur og er ánægður, á morgun, hver veit?“ sagði Brolin. Hef ekki hæfileika til þess Ferill sem fótboltaþjálfari hefur aldrei verið í myndinni eða neitt sem hann hefur íhugað. „Ég hef ekki hæfileika til þess. Þjálfari þarf að hugsa um 25 manns, ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig. Nei, ég er ánægður með það sem ég geri. Ég hef mín ástríðuverkefni, mín áhugamál, padel-leikinn minn með vinum, golfið mitt. Gæti þjálfari gert allt þetta? Nei, þannig að ég er hamingjusamari en þjálfari. Leyndarmálið er að lifa áhyggjulausu lífi, njóta augnabliksins,“ sagði Brolin. Gazzetta dello Sport skrifar að eftir leikmannsferilinn hafi Svíinn starfað sem skófrumkvöðull, tónlistarframleiðandi, veitingamaður, fasteignaframkvæmdaraðili, atvinnupókerspilari og ryksugusali. Borðtennis með Zola Meðal þess sem hann saknar mest frá tímanum í Parma eru borðtennisbardagarnir við Gianfranco Zola við borðtennisborðið sem hann átti heima hjá sér: „Við eyddum klukkustundum saman í að skora á hvorn annan,“ sagði Brolin en Zola átti síðan eftir að ganga til liðs við Chelsea. Árið 1994 varð Tomas Brolin í fjórða sæti ásamt Gheorghe Hagi í Ballon d'Or-kosningunni, á eftir Hristo Stoichkov, Roberto Baggio og Paolo Maldini. Sænski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Þau sem fylgdust með heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Bandaríkjunum 1994 muna örugglega eftir Svíanum Tomas Brolin sem átti mikinn þátt í því að Svíar unnu brons á mótinu. Brolin gerði margt á sínum fótboltaferli en það átta sig kannski ekki allir á því að fótboltaferlinum hans lauk mjög snemma. Í basli með að hugsa um sjálfan mig Fótboltaskórnir fóru upp á hillu hjá Brolin árið 1998 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Brolin segist aldrei hafa langað til að snúa aftur í fótboltann. Það hafi þannig verið algjörlega útilokað fyrir hann að gerast þjálfari eftir að hann hætti að spila. „Ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig,“ sagði nú hinn 55 ára gamli Tomas Brolin í viðtali við Gazzetta dello Sport. “Quedé cuarto en el Balón de Oro y me retiré para vender aspiradoras”: el jugador que se retiró porque se cansó de entrenar todos los díashttps://t.co/ifmRS5gjaX— El Colombiano (@elcolombiano) October 8, 2025 Það þekkja líka margir til hans á Ítalíu þar sem hann spilaði bestu ár ferilsins með Parma. Á tiltölulega fáum tímabilum náði hann að vinna brons á HM og EM með sænska landsliðnu auk þess að vinna Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn með Parma. Ryksuguhugmyndin Nú býr hann með eiginkonu sinni, Marielle Brolin, í húsi þeirra í Sigtuna. Í viðtali við ítalska íþróttablaðið útskýrir hann að ryksugur hafi heillað meira en fótbolti. „Ég var satt að segja orðinn þreyttur á að æfa á hverjum degi og var með önnur verkefni á sveimi í huganum. Maður kom til mín. Hann var undarlegur karakter og uppfinningamaður. Hann stakk upp á nýrri ryksuguhugmynd sinni,“ sagði Tomas Brolin. Þegar hann er spurður hvort hann hafi nokkurn tíma íhugað að snúa aftur í fótboltann er hann afdráttarlaus. „Aldrei. Lífið er of stutt til að gera leiðinlega hluti. Ég geri ekki hluti sem mér líkar ekki. Ég vil alltaf leita að nýrri reynslu og forðast þannig leiða. Í dag sel ég ryksugur og er ánægður, á morgun, hver veit?“ sagði Brolin. Hef ekki hæfileika til þess Ferill sem fótboltaþjálfari hefur aldrei verið í myndinni eða neitt sem hann hefur íhugað. „Ég hef ekki hæfileika til þess. Þjálfari þarf að hugsa um 25 manns, ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig. Nei, ég er ánægður með það sem ég geri. Ég hef mín ástríðuverkefni, mín áhugamál, padel-leikinn minn með vinum, golfið mitt. Gæti þjálfari gert allt þetta? Nei, þannig að ég er hamingjusamari en þjálfari. Leyndarmálið er að lifa áhyggjulausu lífi, njóta augnabliksins,“ sagði Brolin. Gazzetta dello Sport skrifar að eftir leikmannsferilinn hafi Svíinn starfað sem skófrumkvöðull, tónlistarframleiðandi, veitingamaður, fasteignaframkvæmdaraðili, atvinnupókerspilari og ryksugusali. Borðtennis með Zola Meðal þess sem hann saknar mest frá tímanum í Parma eru borðtennisbardagarnir við Gianfranco Zola við borðtennisborðið sem hann átti heima hjá sér: „Við eyddum klukkustundum saman í að skora á hvorn annan,“ sagði Brolin en Zola átti síðan eftir að ganga til liðs við Chelsea. Árið 1994 varð Tomas Brolin í fjórða sæti ásamt Gheorghe Hagi í Ballon d'Or-kosningunni, á eftir Hristo Stoichkov, Roberto Baggio og Paolo Maldini.
Sænski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti