Innlent

Magga Stína tekin höndum og gular við­varanir í kortunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um handtöku tónlistar- og baráttukonunnar Möggu Stínu sem er nú í haldi Ísraelshers.

Hún var ásamt öðrum óhafnarmeðlimum skipsins Conscience hneppt í varðhald snemma í morgun þar sem þau reyndu að koma hjálpargögnum inn á Gasa svæðið. 

Einnig verður rætt við seðlabankastjóra um vaxtaákvörðunina sem kynnt var í morgun. Vöxtum var haldið óbreyttum og segir hann að verðbólga verði að minnka áður en vextir geta lækkað meira en nú  er. 

Að endingu verður rætt við veðurfræðing en búist er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins. 

Í sportpakkanum er það svo Evrópuleikur Blikakvenna og Bónusdeildin í körfunni sem verða til umfjöllunar.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 8. október 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×