Sport

Dag­skráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni

Sindri Sverrisson skrifar
KR-ingar spila í Laugardalshöll í kvöld, gegn nýliðum Ármanns.
KR-ingar spila í Laugardalshöll í kvöld, gegn nýliðum Ármanns. vísir/Diego

Það eru fjórir flottir leikir á dagskrá í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, þar sem meðal annars mætast Tindastóll og Keflavík, og undankeppni HM í fótbolta heldur áfram.

Sýn Sport Ísland

Þeir sem vilja vera með á nótunum í öllum leikjum kvöldsins í Bónus-deildinni ættu að fylgjast með Skiptiborðinu klukkan 19:10. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Tilþrifunum, um klukkan 21:15 eða þegar leikjunum lýkur.

Sýn Sport Ísland 2

Leikur Tindastóls og Keflavíkur er stórleikur kvöldsins og hefst klukkan 19:15.

Sýn Sport Ísland 3

Nýliðar Ármanns vilja eflaust svara fyrir sig eftir útreið í fyrsta leik en þeir taka á móti KR í Laugardalshöllinni, klukkan 19:15.

Sýn Sport Ísland 4

Álftnesingar fara fullir sjálfstrausts í Þorlákshöfn og mæta Þór sem tapaði gegn nýliðum ÍA í fyrsta leik. Flautað til leiks klukkan 19:15.

Sýn Sport Ísland 5

Grindavík heldur svo áfram að fagna því að geta loksins spilað aftur á heimavelli og fær nú spræka Skagamenn í heimsókn.

Sýn Sport Viaplay

Frændur vorir Finnar og Danir freista þess að taka skref í átt að HM næsta sumar. Finnar mæta Litháum klukkan 16 og Danir leika svo á útivelli við Hvít-Rússa klukkan 18:45.

Sýn Sport 4

Golfið er á Sýn Sport 4 þar sem leikið verður á DP World Tour klukkan 12. Klukkan 3 í nótt er svo spilað á LPGA-mótaröðinni.

Sýn Sport 6

Þór/KA og Fram ljúka leiktíð sinni í Bestu deild kvenna á leik um sjöunda sætið. Ballið í Boganum byrjar klukkan 18.

Hægt er að finna upplýsingar um allar beinar útsendingar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×