Von um frið en uggur um efndir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 06:36 Nú er stóra spurningin hvort Ísraelar láta af árásum sínum og Hamas láti gíslana lausa. Getty/Abdalhkem Abu Riash Yfirlýst samkomulag milli Ísraels og Hamas um fyrsta áfanga friðarsamninga hefur vakið vonir um tímamót á Gasa en margt er óljóst og framhaldið háð því að báðir aðilar standi undir væntingum. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fagnað samkomulaginu og segir Sameinuðu þjóðirnar munu styðja við framfylgni þeirra, meðal annars með aukinni neyðaraðstoð og aðstoð við enduruppyggingu Gasa. Guterres hvatti alla aðila til að standa við skilmála samkomulagsins, þar á meðal laus gísla og varanlegt vopnahlé. „Þjáningin verður að taka enda,“ sagði hann. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hafa sömuleiðis tekið fregnunum fagnandi og hvatt aðila til að standa við gefin loforð. Starmer sagði samkomulagið mikinn létti fyrir heimsbyggðina alla. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði yfirvofandi lausn gíslanna sem enn eru í haldi Hamas „blessun“. Fregnunum var einnig fagnað af íbúum Gasa, sem sumir þökkuðu Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir sinn þátt. „Ég vona að næstu dagar færi okkur góð tíðindi og að við og ástvinir okkar fáum að upplifa öryggi,“ hefur BBC eftir Mousa, lækni í Deir al-Balah á Gasa. Hann sagði erfiða tíma framundan þar sem svæðið hefði verið lagt í rúst en að fyrirheit um öryggi skipti sköpum. Aðrir upplifðu blendnar tilfinningar og lýstu efasemdum um að Ísraelar myndu standa við sitt. „Við trúum og trúum ekki. Við höfum blendnar tilfiningar, sveiflumst milli hamingju og sorgar, minningar... allt er í hrærigraut.“ Innviðir væru ekki það eina sem biði endurreisnar, heldur einnig sálarlíf íbúa. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fagnað samkomulaginu og segir Sameinuðu þjóðirnar munu styðja við framfylgni þeirra, meðal annars með aukinni neyðaraðstoð og aðstoð við enduruppyggingu Gasa. Guterres hvatti alla aðila til að standa við skilmála samkomulagsins, þar á meðal laus gísla og varanlegt vopnahlé. „Þjáningin verður að taka enda,“ sagði hann. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hafa sömuleiðis tekið fregnunum fagnandi og hvatt aðila til að standa við gefin loforð. Starmer sagði samkomulagið mikinn létti fyrir heimsbyggðina alla. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði yfirvofandi lausn gíslanna sem enn eru í haldi Hamas „blessun“. Fregnunum var einnig fagnað af íbúum Gasa, sem sumir þökkuðu Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir sinn þátt. „Ég vona að næstu dagar færi okkur góð tíðindi og að við og ástvinir okkar fáum að upplifa öryggi,“ hefur BBC eftir Mousa, lækni í Deir al-Balah á Gasa. Hann sagði erfiða tíma framundan þar sem svæðið hefði verið lagt í rúst en að fyrirheit um öryggi skipti sköpum. Aðrir upplifðu blendnar tilfinningar og lýstu efasemdum um að Ísraelar myndu standa við sitt. „Við trúum og trúum ekki. Við höfum blendnar tilfiningar, sveiflumst milli hamingju og sorgar, minningar... allt er í hrærigraut.“ Innviðir væru ekki það eina sem biði endurreisnar, heldur einnig sálarlíf íbúa.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira