Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 16:00 Britney er ein þeirra 140 milljón manna sem hefur horft á myndbandið af Yrsu litlu að fá gleraugu í fyrsta sinn. TikTok/getty Rúmlega 140 milljónir manna hafa horft á TikTok-myndband af viðbrögðum íslensks ungabarns við því að fá gleraugu í fyrsta sinn. Nýjasti aðdáendi þess er engin annar en poppstjarnan Britney Spears sem birti myndbandið á Instagram-síðu sinni. Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“ Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“
Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira