Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 16:00 Britney er ein þeirra 140 milljón manna sem hefur horft á myndbandið af Yrsu litlu að fá gleraugu í fyrsta sinn. TikTok/getty Rúmlega 140 milljónir manna hafa horft á TikTok-myndband af viðbrögðum íslensks ungabarns við því að fá gleraugu í fyrsta sinn. Nýjasti aðdáendi þess er engin annar en poppstjarnan Britney Spears sem birti myndbandið á Instagram-síðu sinni. Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“ Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“
Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira